is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþrótta-, iðn- og tæknifræði -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25544

Titill: 
  • Þjálfarar og íþróttakennarar framtíðarinnar : eru fitufordómar á meðal íþróttafræðinema og íþróttafræðinga á Íslandi?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur: Rannsóknir sýna að í vestrænum samfélögum eru fitufordómar til staðar á meðal heilbrigðisstarfsfólks, einstaklinga sem starfa við þjálfun og á meðal íþróttafræðinema. Markmið þessarar
    rannsóknar var því að kanna hvort fitufordómar séu til staðar á meðal íþróttafræðinga og íþróttafræðinema á Íslandi og bera saman við viðmiðunarhóp sem samanstendur af sálfræðingum og sálfræðinemum.
    Aðferð: Samtals tóku 497 þátt í rannsókninni, 131 (26,4%) íþróttafræðinemi, 116 (23,3%) sálfræðinemar, 60 (12,1%) íþróttafræðingar og 190 (38,2%) sálfræðingar. Af þátttakendum voru 341 kona (68,8%) og 155 karlar (31,2%). Lagðir voru fyrir þrír sjálfsmatskvarðar til að meta viðhorf til feitra (AFA), viðhorf til útlits,
    hreysti og heilsu (MBSRQ) og félagslega yfirráðahyggju (SDO).
    Niðurstöður: Allir hópar sýndu neikvæð viðhorf í garð feitra en íþróttafræði- og sálfræðinemar sýndu neikvæðari viðhorf í garð feitra á öllum undirkvörðum en sálfræðingar (p<0,05). Íþróttafræðingar telja
    frekar að líkamsþyngd stjórnist af viljastyrk en sálfræðingar (p<0,05).
    Ekki var munur á fitufordómum hjá íþróttafræðinemum á fyrsta og þriðja ári. Íþróttafræðinemar voru með meiri félagslega yfirráðahyggju en aðrir hópar (p<0,05). Yngsti aldurshópurinn er haldinn meiri fitufordómum en þeir sem eldri eru (p<0,05). Karlar hafa meiri andúð á
    feitum og telja frekar að líkamsþyngd stjórnist af viljastyrk (p<0,05).
    Konur eru hins vegar hræddari við að fitna (p<0,05). Munur á hópunum er ekki tilkominn vegna aldurs- né kynjamunar í úrtaki.
    Ályktun: Íþróttafræðingar og íþróttafræðinemar sýna fitufordóma. Út frá lýðheilsufræðilegum sjónarmiðum skiptir máli að reyna að koma í veg fyrir mismunun og útrýma fitufordómum á meðal íþróttafræðinga.
    Sérstaklega vegna tengsla íþróttafræðinga við forvarnarstarf barna í grunnskólum. Einnig þar sem íþróttafræðingar sinna þjálfun á feitum.

Samþykkt: 
  • 4.7.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25544


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Anna Berglind Jónsdóttir.pdf1.4 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna