is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2554

Titill: 
  • Gerð áfallaáætlana fyrir fyrirtæki
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um gerð áfallaáætlana fyrir fyrirtæki. Lögð er sérstök áhersla á undirbúning fyrir þau áföll sem efnahagslegur samdráttur hefur í för með sér. Áfallaáætlanir eiga að aðstoða stjórnendur fyrirtækja við áfallastjórnun. Þær þarf að semja og viðhalda áður en áfall verður ef þær eiga að koma að notum. Með áfallaáætlun í höndunum ætti ákvarðanataka að vera auðveldari og markvissari ef mögulegt áfall verður að veruleika og viðbragðstími verður styttri.
    Markmið þessarar ritgerðar er að koma auga á, lista upp og fjalla um þau atriði sem brýnast er að greina við gerð áfallaáætlana. Markmiðið er einnig að koma auga á helstu aðferðir og tæki sem nota má til áætlunargerðar af þessu tagi. Leitast er við að finna svar við spurningunni hvort að íslensk fyrirtæki séu að búa til áætlanir af þessu tagi.
    Eftirfarandi aðferðum er beitt í ritgerðinni. Skoðað var hvað áður hafði verið ritað um efnið í bókum og blaðagreinum. Farið var yfir helstu þætti sem fyrirtæki þurfa að greina við gerð áfallaáætlana. Rætt var um hluta af þeim aðferðum og hjálpartækjum sem nota má við gerð áfallaáætlana. Gerð var könnun þar sem fyrirtæki voru beðin um að svara spurningunni hvort þau gerðu áfallaáætlanir. Tvö fyrirtæki voru heimsótt og farið var yfir hvernig þau haga áfallaáætlunargerð í sínum fyrirtækjum og afstöðu þeirra til slíkra áætlana. Farið var yfir nokkrar erlendar rannsóknir og niðurstöður úr þeim. Rætt var við sérfræðing á sviði sviðsmynda.
    Það má draga þá ályktun af umfjöllun ritgerðarinnar að það séu fá fyrirtæki sem gera áfallaáætlanir á Íslandi. Það virðist í það minnsta vera raunin ef um er að ræða ítarlegar áætlanir eins og rætt hefur verið um í ritgerð þessari.

Samþykkt: 
  • 11.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2554


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ki_fixed.pdf489.88 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna