is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþrótta-, iðn- og tæknifræði -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25565

Titill: 
  • Þekking unglinga á Akranesi á næringu og næringarvenjur þeirra
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur: Að kanna bæði þekkingu og næringarvenjur unglinga á Akranesi og hvort það væri marktækur munur eftir kynferði, bekk og íþróttaiðkun. Jafnframt var kannað hvort næringarvenjur yrðu heilsusamlegri með aukinni þekkingu.
    Aðferð: Notast var við megindlega rannsóknaraðferð.
    Þátttakendur voru 245 nemendur í 8., 9. og 10. bekk á Akranesi.
    Fjöldi drengja var 119 (48,6%) og fjöldi stúlkna 124 (50,6%).
    Þátttakendur svöruðu spurningalista sem saman stóð af 35 spurningum. Við úrvinnslu gagna var notað forritið SPSS og voru töflur unnar í forritinu Excel.
    Niðurstöður: Þekking þátttakenda var almennt talin sæmileg þar sem þeir svöruðu að meðaltali 12,58 spurningum rétt (69,89%), ekki var marktækur munur á þekkingu eftir kynferði, þó var marktækur munur á þekkingu eftir bekkjum og íþróttaiðkun. Ekki var marktækur munur á næringarvenjum eftir kynferði, en stúlkur borðuðu fleiri ávexti á viku en drengir og slepptu þær frekar morgunverði. Marktækur munur var á næringarvenjum eftir bekk, 10. bekkur borðaði oftar skyndibita en 8. bekkur. Almennt séð komu næringarvenjur þeirra sem æfa 5,25-9,75 klukkustundir á
    viku best út.
    Ályktun: Íþróttaiðkun ungmenna virðist hafa áhrif á
    næringarvenjur þeirra. Jafnframt er mikilvægt að fræða ungmenni um næringarfræði og áhrif næringarvenja til lengri tíma. Þekking er mikilvæg til að geta þróað með sér heilsusamlegar næringarvenjur. Þá er mikilvægt að hafa góða þekkingu á næringarfræði til að geta tekið ákvarðanir um fæðuval.

Samþykkt: 
  • 5.7.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25565


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni BSc - Lóa Guðrún Gísladóttir, vor16..pdf752.59 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna