is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþrótta-, iðn- og tæknifræði -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25567

Titill: 
  • Yngri flokka þjálfarar í knattspyrnu : rannsókn á starfsumhverfi og starfsánægju
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Knattspyrna er mest stundaða íþrótt á Íslandi en áætlað er að rúmlega 18 þúsund börn og unglingar stundi knattspyrnu með íþróttafélögum innan KSÍ. Sýnt hefur verið fram á forvarnargildi skipulags íþróttastarfs hjá börnum og unglingum en í því sambandi eru þjálfarar í lykilhlutverki. Ekki er mikilvægi þeirra minna þegar afreksfólk framtíðarinnar er mótað en vel menntuðum yngri flokka þjálfurum eru gjarnan færðar þakkir fyrir árangur A-landsliða Íslands í knattspyrnu síðustu ár. Á vormánuðum 2016 var gerð rannsókn á starfsumhverfi og starfsánægju barna- og unglingaþjálfara í knattspyrnu á Íslandi þar sem gögnum var aflað með spurningalista á netinu. Spurningalistanum svöruðu 110 þjálfarar. Niðurstöður sýndu að menntun knattspyrnuþjálfara hefur aukist síðustu ár og að þjálfarar stráka eru betur menntaðir en þjálfarar stelpna. Frekari rannsókna er þörf til að skýra þann mun. Þá hefur hlutfall kvenna í knattspyrnuþjálfun staðið í stað og er nú 15%. Starfsánægja meðal knattspyrnuþjálfara var mikil þar sem 95,5% þátttakenda reyndust ánægðir eða mjög ánægðir í starfi. Hins vegar má í niðurstöðum rannsóknarinnar greina ákveðin hættumerki sem felast í því að meirihluti þjálfara fær verktakagreiðslur fyrir vinnu sína þrátt fyrir að teljast
    launþegar í skilningi skattalaga. Úr þessu þarf íþróttahreyfingin að bæta til að knattspyrnuþjálfarar njóti sömu réttinda og aðrir launþegar á vinnumarkaði.

Samþykkt: 
  • 5.7.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25567


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Magnus Orn lokaritgerd.pdf671.02 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna