is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþrótta-, iðn- og tæknifræði -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25568

Titill: 
  • Æfingabúðir fyrir kylfinga yfir vetrartímann
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Brottfall barna og unglinga úr íþróttum vandi sem auðvelt gæti verið að leysa. Hvað golf varðar er vandamálið aðallega fólgið í því að ekki er hægt að æfa íþróttina yfir vetrartímann.
    Markmið verkefnisins er að búa til æfingabúðir yfir vetrartímann fyrir kylfinga á hvaða getustigi sem er, á aldrinum 15-19 ára. Þátttakendur munu fræðast um golfíþróttina, læra nýjar æfingar, kynnast öðrum kylfingum en fyrst og fremst hafa gaman.
    Til að hægt sé að bjóða kylfingum upp á æfingabúðir sem gerir þá að betri kylfingum verður fyrst vikið að rannsóknum sem gerðar hafa verið á kylfingum og sýna fram á hvað þarf að gera svo kylfingar geti bætt leik sinn. Má þar meðal annars nefna rannsóknir er varða þjálfun kylfinga og hreyfingu þeirra, mataræði og sálræna þætti.
    Rannsóknir hafa sýnt að brottfall í golfi er mest á unglingsaldri og verður æfingabúðin því sett upp fyrir aldurinn 15-19 ára. Það er aðallega gert til að reyna að koma í veg fyrir brottfall á þessum aldri. Æfingabúðin er sett upp með það að leiðarljósi að kylfingar auki þekkingu sína á æfingum sem hægt er að gera yfir vetrartímann, auki þekkingu sína á líkamlegum og sálfræðilegum þáttum, kynnist kylfingum í kringum sig og skemmti sér vel.
    Niðurstaðan um hvort verkefni þetta minnki brottfall kylfinga liggur ekki fyrir og þarf tíminn að leiða það í ljós ef verkefnið verður framkvæmt.

Samþykkt: 
  • 5.7.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25568


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjal OIG pdf.pdf1.51 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna