is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > MEd/MPM/MSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþróttafræðideild -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25628

Titill: 
  • Mótun og framkvæmd stefnu meðal 300 stærstu fyrirtækja á Íslandi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Fyrirtæki og stofnanir þurfa að geta tekist á við óvissu og óþekktar aðstæður framtíðarinnar. Stefnumótun er mikilvægt verkfæri til að átta sig á hvert fyrirtæki hyggst halda og er stefna þess mikilvæg þegar kemur að vali og forgangsröðun verkefna. Eitt er stefna og annað er framkvæmd stefnu. Að stefnu sé ekki framfylgt getur átt sér ýmsar skýringar. Meðal annars geta mannleg samskipti og þekking á verkefnastjórnun skipt sköpum. Þetta verkefni svarar því hversu algengt það er að íslensk fyrirtæki beiti stefnumótun sem tæki til stjórnunar og hversu vel stefnumótun hefur gengið hjá þeim. Einnig er hér að finna svör við því hvernig þeim hefur gengið að framfylgja stefnunni og hvort aðferðir verkefnastjórnunar komi þar við sögu. Niðurstöður fengust með því að senda spurningalista til 101 forstjóra fyrirtækja sem valin voru úr lista 300 stærstu fyrirtækja á Íslandi úr bók Frjálsrar verslunar. Það kom í ljós að stór hluti fyrirtækja hefur á síðustu árum farið í stefnumótun og flest þeirra náðu að klára ferlið. Að framfylgja áætlunum og að ná markmiðum gekk aftur á móti misvel. Beiting á aðferðum verkefnastjórnunar skiptir miklu máli þegar ráðist er í slík verkefni sem stefnumótun og framkvæmd stefnu eru. Þeir sem beittu flestum aðferðum við undirbúning og framkvæmt stefnumótunar gekk að öllu jöfnu einnig betur að framfylgja áætlunum og að ná markmiðum stefnunnar.

Samþykkt: 
  • 4.8.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25628


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hildur Magnúsdóttir.pdf1.01 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna