is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > MEd/MPM/MSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþróttafræðideild -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25631

Titill: 
  • Vægi verkefna í íslensku hagkerfi : samanburðarrannsókn
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Verkefnisstjórnun hefur verið að ryðja sér til rúms á undanförnum áratugum og almennt er talið í fræðilegri umræðu að sú aðferðafræði sé í vexti innan skipulagsheilda. En hvert er vægi verkefnisstjórnunar og verkefna á Íslandi? Í þessari rannsókn voru framkvæmdar tvær kannanir til að meta vægið. Endurtekin var rannsókn sem nýlega var gerð í Þýskalandi sem mældi vægi vinnustunda í verkefnum út frá atvinnuvegaflokkun.
    Niðurstaðan úr samanburðarrannsókninni er að vægi verkefna af heildarvinnutíma á Íslandi sé 27,7%. en í þýskalandi til samanburðar 34,7%.
    Í hinni rannsókninni var stjórnendavagn MMR nýttur til spurninga. Niðurstaðan er sú að 46,2% segja að verkefnisstjórnun sé mjög eða frekar algeng í þeirra fyrirtæki, 30,7% segja að hún sé frekar óalgeng og 23,1% að hún sé lítið eða ekkert notuð. 56,9% fyrirtækja á Íslandi telja að vægi hennar muni aukast mikið eða nokkuð á næstu tólf mánuðum, 41,5% að hún muni standa í stað og einungis 1,6% að hún muni minnka. Niðurstöðurnar benda til að verkefnisstjórnun sé mikið notuð hér á landi og áherslan á hana sem aðferðafræði við stjórnun og rekstur muni aukast á næstu misserum.

Samþykkt: 
  • 4.8.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25631


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hvert er vægi verkefna_loka.pdf1.52 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna