is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2564

Titill: 
  • Kostnaðargreining á áfengismeðferð SÁÁ
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Undanfarin ár hefur áfengisneysla Íslendinga aukist verulega og þar með áfengisvandinn. Misnotkun áfengis hefur ekki einungis slæm áhrif á heilsu neytandans heldur er hún einnig gífurlega kostnaðarsöm fyrir samfélagið í heild vegna áfengistengdra vandamála og glataðra tækifæra. Því er þörf á faglegum meðferðarúrræðum sem gefa mælanlegan árangur og eru skynsamlegar með tilliti til kostnaðar.
    Markmið þessarar rannsóknar er að kanna, með kostnaðargreiningu, hvort áfengismeðferð SÁÁ sé kostnaðarhagkvæm fyrir íslenskt samfélag. Megin áhersla er lögð á kostnaðarvirknigreiningu en niðurstaða hennar gefur kostnað á hvert viðbótarlífár sem fæst með meðferðinni. Til hliðsjónar er einnig framkvæmd kostnaðarábatagreining en hún gefur niðurstöðu á formi hagræns ábata, þ.e. ábati mínus kostnaður. Gögn um kostnað vegna meðferðarinnar eru fengin frá SÁÁ. Vegna skorts á upplýsingum fyrir Íslands er ábati meðferðarinnar metinn með því að staðfæra kostnað vegna misnotkunar áfengis í Englandi yfir á íslenskar aðstæður. Fjöldi þeirra einstaklinga sem nær bata með áfengismeðferð SÁÁ og þar með virkni meðferðarinnar í fjölda viðbótarlífára er nokkuð óljós. Það er þó metið út frá gögnum SÁÁ og viðbótarupplýsingum frá Þórarni Tyrfingssyni, yfirlækni á Vogi.
    Samkvæmt niðurstöðum kostnaðarvirknigreiningar fást 14,66 viðbótarlífár með áfengismeðferð SÁÁ á ári. Hvert viðbótarlífár kostar samfélagið 7.431.166 kr. Kostnaðarábatagreining gefur neikvæðan ábata upp á 44.735.623 kr., svo kostnaður meðferðarinnar er meiri en ábati hennar. Sökum líklegrar skekkju í niðurstöðum vegna skorts á fullnægjandi upplýsingum er ekki fullvíst hvort áfengismeðferð SÁÁ er kostnaðarhagkvæm fyrir íslenskt samfélag.

Samþykkt: 
  • 11.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2564


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ElisaHrundGunnarsdottir_fixed.pdf316 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna