is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25750

Titill: 
  • Titill er á ensku Cardiomyocyte Migration in Mammalian Heart Regeneration
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Inngangur:
    Þrátt fyrir að endurnýjun hjartans í nýfæddum músum hafi verið nýlega rannsakað er enn óljóst hvernig skrið hjartavöðvafruma til blóðtappasvæðis fer fram eftir brottnám hjartabrodds. Sýnt hefur verið að endurnýjun hjartans er háð bæði ígöngu makrófaga og nýæðamyndunar. Enn fremur hefur rannsókn á endurnýjun úttaugar sýnt að eftir að settaug er klippt í tvennt berast makrófagar í bilið og örva nýæðamyndun í bilinu. Schwann frumur skríða svo eftir þessum æðum og brúa bilið milli klipptu endanna. Við settum því fram þá tilgátu að skrið hjartavöðvafruma fylgi svipuðu ferli eftir brottnám hjartabrodds.
    Aðferðir:
    Eins dags gamlar mýs voru annað hvort meðhöndlaðar með hjartabroddsbrottnámi eða sham aðgerð. Mótefnalitanir voru síðan gerðar á mismunandi tímapunktum til þess að skoða skrið æðaþels- og hjartavöðvafruma til blóðtappasvæðis. Til þess að meta hvort hjartavöðvafrumur skríða eftir æðaþeli var svokölluð transwell migration assay framkvæmd þar sem hjartavöðvafrumur og mennskar naflastrengsbláæðaþelsfrumur voru ræktaðar saman og myndir teknar á smásjá á tíu mínútna fresti yfir 12 klst tímabil.
    Niðurstöður:
    Niðurstöður sýndu að blóðæðar bárust inn í blóðtappasvæði á undan hjartavöðvafrumum. Meirihluti útskota skríðandi hjartavöðvafruma var auk þess í nálægð við blóðæðar í blóðtappasvæði. Loks lágu flestar hjartavöðvafrumur samhliða æðaþelsneti þegar frumutegundirnar tvær voru ræktaðar saman.
    Ályktanir:
    Nálægð skríðandi hjartavöðvafruma og blóðæða in vivo og in vitro bendir til þess að sterkt samband sé milli frumutegundanna tveggja. Frekari rannsóknir þarf hins vegar til þess að meta hvort æðaþelsfrumur séu nauðsynlegar og nægjanlegar til þess að stýra skriði hjartavöðvafruma.

Athugasemdir: 
  • Verkefni var unnið við hjartaskurðdeildina í Stanford Unversity School of Medicine.
Samþykkt: 
  • 24.8.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25750


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerð Arnar.pdf2.34 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing Arnar Bragi Ingason.pdf17.91 kBLokaðurYfirlýsingPDF