is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25812

Titill: 
  • Nám með Tölvuleik
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessu lokaverkefni til bakkalárprófs er búinn til efnisvefur ásamt þessari greinargerð sem hér fer á eftir. Vefurinn er útbúinn með það í huga að aðstoða kennara við að samþætta upplýsingatækni og þá einkum notkun tölvuleikja í almennri kennslu eða kennslu á sínu greinasviði. Á vefnum er að finna lýsingar á tölvuleikjum og hugmyndir að viðfangsefnum
    til aðstoðar kennurum sem vilja útbúa verkefni sem nýta leikina til náms og kennslu. Markmiðið með þessari greinargerð er að ígrunda, benda á og rökstyðja þörfina fyrir slíkan vef. Í greinargerðinni er vefnum lýst eins og höfundur hefur skipulagt hann til þessa og rætt hver framtíð vefsins gæti orðið.
    Í vettvangsnámi sínu við grunnskóla í Reykjavík og nágrenni hefur höfundur kynnst því nokkuð vel hvernig kennarar nýta sér upplýsingatækni í kennslu. Kennsluhættir hafa tekið nokkrum breytingum en þróun mætti vera örari og meira í takt við tímann. Margir kennarar eru ennþá ragir við að nota nýja tækni eða einfaldlega vita ekki hvernig á að fara að því. Höfundur telur að tölvukennsla ásamt almennri notkun upplýsingatækni sé nauðsynleg fyrir nemendur þar sem samfélagið verður tæknivæddara með hverjum degi sem líður og þeim fækkar ört störfunum þar sem upplýsingatækni kemur ekki við sögu.
    Tveir tölvuleikir eru til umfjöllunar á vefnum sem þessi greinagerð lýsir en miðað er við að lýsingar á fleiri leikjum birtist þar með tíð og tíma. Leikirnir tveir voru valdir með það í huga að báðir eru opnir og ólínulegir, hafa mikið skemmtanagildi og mikinn endurspilanleika. Annar leikurinn er svonefndur hermileikur en hinn sandkassaleikur. Hvorugur leikurinn er kennsluleikur en hægt að hafa af þeim báðum kennslufræðileg not.
    Höfundur telur að auka þurfi umræðu um notkun upplýsingatækni á sem flestum greinasviðum og gerir ráð fyrir að það gæti í framtíðinni orðið eitt umfjöllunarefnið á síðum vefsins sem hann hefur útbúið og hér er kynntur.

Tengd vefslóð: 
Samþykkt: 
  • 30.8.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25812


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Nám með tölvuleik - Greinagerð.pdf1.99 MBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16_Nám_með_tölvuleik.pdf177.95 kBLokaðurYfirlýsingPDF