is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25882

Titill: 
  • Nýr stofnanavefur verður til: Vefur Náttúrufræðistofnunar Íslands
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Nýr vefur Náttúrufræðistofnunar Íslands var opnaður um miðjan mars 2016. Vefurinn hafði þá verið rúma þrjátíu mánuði í undirbúningi. Hér er greint frá ferlinu allt frá því tillögur voru lagðar fram um að gera nýjan vef þar til hann var opnaður.
    Þegar gera á nýjan vef er góður undirbúningur mikilvægur. Vefstjóri lagði fram minnisblað til framkvæmdastjórnar um tillögur að nýjum vef í september 2013. Vefráð var skipað í kjölfarið og vann að verkefninu með vefstjóra. Byrjað var á að stilla upp tímalínu og skilgreina markmið og markhópa. Þá voru unnar ýmsar greiningar með það að markmiði að auka nytsemi og bæta notendaupplifun: Hugarflugsfundur var haldinn með starfsfólki til að fá fram sjónarmið þess, netkönnun var gerð þar sem notendur voru spurðir hvað þeir vildu sjá á nýjum vef, vefmælingar voru rýndar til að sjá að hverju notendur voru helst að leita á vefnum, skoðaðir voru aðrir vefir til að leita góðra hugmynda, þáverandi vefur var rýndur til að sjá hvað hafði verið gert vel og hvað þyrfti að gera betur, niðurstöður könnunarinnar Hvað er spunnið í opinbera vefi 2013? voru greindar og unnið var að skilgreiningu sérvirkni vegna tenginga við gagnagrunna. Þá var ráðinn vefráðgjafi sem rýndi vinnu vefráðs, skilgreindi lykilverkefni, teiknaði skissu af forsíðu og skrifaði ítarlega kröfulýsingu fyrir vefinn.
    Vefráð stillti upp veftré, skilgreindi ábyrgð á efni og var í samskiptum við sérfræðinga stofnunarinnar í náttúrufræðum vegna efnisskrifa og ljósmynda. Samin var vefstefna þar sem tekið er á ritstjórn og ábyrgð á vefnum.
    Vefurinn var hannaður og forritaður af þriðja aðila og eftir að hann var opnaður voru gerðar ýmsar mælingar til að greina hvernig til hafði tekist: Vefmælingar voru rýndar og bornar saman við mælingar á eldri vef, sjálfvirkar prófanir á hraða og aðgengi voru gerðar, notendaprófanir voru fóru fram og rýnt var í athugasemdir notenda sem borist höfðu gegnum vefinn.
    Ánægja er með vefinn þó sníða þurfi af nokkra hnökra. Það er algjört grundvallaratriði að setja saman ítarlega kröfulýsingu út frá þarfagreiningu, bæði til að skilgreina markmið og forsendur vefsins og til að fylgja eftir hönnun, forritun og loks mælingum á árangri þegar vefurinn hefur verið opnaður.

Samþykkt: 
  • 1.9.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25882


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Nyr_Stofnanavefur_Anna_Sveinsdottir.pdf1.77 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing-skemman.pdf54.69 kBLokaðurYfirlýsingPDF