is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25928

Titill: 
  • Góð tengsl hafa lækningamátt: Um bókmenntir og læknisfræði
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tengsl bókmennta og læknisfræði hafa verið könnuð á ýmsa vegu. Þessi ritgerð fjallar um læknisfræðileg hugvísindi (e. medical humanities) og hvernig bókmenntir hafa, síðastliðna áratugi, orðið hluti af læknanámi víðsvegar um heim, þar á meðal hér á Íslandi. Með frásagnarlæknisfræði (e. narrative medicine) og mannhyggjulæknisfræði (e. humanist medicine) er sjónum beint að mikilvægi mannlega þáttarins í lífi og starfi lækna, og frásögnin leikur þar aðalhlutverk. Mikilvægt er að læknar myndi tengsl við sjúklinga sína, aðstandendur þeirra, og samstarfsfélaga sína, til þess að upplifa ekki einangrun og kulnun í starfi. Einnig er myndmál og orðræða um veikindi í bókmenntum skoðuð, og siðferðislegar spurningar um læknastarfið bornar fram, út frá nokkrum bókmenntaverkum. Álag í námi og starfi lækna er einnig umfjöllunarefni hér, og mikilvægi þess að læknar bæli ekki niður erfiðar tilfinningar sem þeir upplifa daglega í starfi sínu. Nokkur bókmenntaverk verða skoðuð og greind, og eru þau ýmist eftir lækna og/eða sjúklinga, og aðstandendur, eða fjalla um lækna og/eða sjúklinga og aðstandendur. Með umfjölluninni er reynt að varpa ljósi á það hvaða gagn bókmenntir geta gert í læknanámi- og starfi. Skoða verður hvort þjálfun í lestri á bókmenntum, og túlkun þeirra, geti hjálpað læknum að mynda tengl við sjúklinga sína og aðstandendur, og hjálpað þeim að takast á við siðferðisleg vandamál sem upp geta komið í starfi þeirra.

  • Útdráttur er á ensku

    The relationship between literature and medicine have been explored in many ways. In this thesis, medical humanities will be explored, and how literature have become part of medical training all over the world for the past decades, including here in Iceland. Narrative medicine and humanist medicine focus on the importance of the human aspect of medical practice, and the narrative is an essential part of that. It is important that doctors have a good connection to their patients and their relatives, and also with their co-workers, so they won´t experience isolation and burnout. Imagery and discourse used for diseases and illness in literature will also be explored, and moral questions and decision making as represented in some literatures. The pressure doctors are under in medical practice and training are also discussed, and the importance of expressing feelings that doctors experience every day. A few novels and biographies, either written by doctors or patientes, or have a connection to medical practice or illness in some ways, will be analysed. This thesis is ment to explore how literature can help in medical parctice and training, and if reading and analysing them can help doctors improve their connection to their patients and relatives, and help them deal with moral dilemmas.

Samþykkt: 
  • 2.9.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25928


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
yfirlysing tha.pdf314.81 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Þóra Ágústsdóttir_lokaútgáfa.pdf992.69 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna