is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25954

Titill: 
  • Verkleg kennsla í náttúrufræði á unglingastigi : viðhorf nemenda og kennara
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar um verklega kennslu í náttúrufræði á unglingastigi. Gerð var eigindleg rannsókn þar sem tekin voru einstaklingsviðtöl við fimm náttúrufræðikennara í grunnskólum og fimm rýnihópaviðtöl við nemendur á unglingastigi. Markmið rannsóknarinnar var að athuga hvernig staðið er að verklegri kennslu í náttúrufræði á unglingastigi á Norðausturlandi.
    Í ritgerðinni er farið yfir hvaða áherslur hafa verið í verklegri kennslu í náttúrufræði hér á landi síðan árið 1903 og auk þess eru áherslur í öðrum löndum skoðaðar. Farið er yfir námsefni í náttúrufræði og er hlutverk verklegrar kennslu í því sérstaklega tekið til umfjöllunar. Fjallað er um forhugmyndir nemenda, kenningar Jean Piaget, Lev Vygotsky og Jerome Bruner um hugsmíðahyggju og kenningar John Dewey um nám barna. Gert er grein fyrir markmiðum verklegrar kennslu, hlutverki kennara í verklegri kennslu og viðhorfum nemenda til hennar.
    Niðurstöðurnar gefa til kynna að verklegri kennslu í náttúrufræðigreinum á unglingastigi á Norðausturlandi sé sinnt á viðunandi hátt miðað við ákvæði í gildandi aðalnámskrá. Kennarar virðast leggja sig fram um að beita verklegri kennslu þar sem það á við og tengja athuganir við viðfangsefni kennslunnar. Áhugasvið og þekking kennara hefur áhrif á þá verklegu kennslu sem þeir beita og jafnvel þó aðstaða fyrir verklega kennslu sé misgóð milli skóla þá virðist hún heilt yfir vera þokkaleg. Á hinn bóginn eru nemendahópar almennt of stórir og virðist það hafa meiri áhrif á framkvæmd verklegrar kennslu en aðstaðan í skólunum. Kennarar upplifa það að nemendur séu jákvæðir í garð verklegrar kennslu, þeir séu áhugasamari og taki betur eftir en í bóklegri kennslu. Nemendum finnst verkleg kennsla vera skemmtileg, þeir telja að þeir læri meira af henni en bóklegri kennslu og viðhorf flestra þeirra til hennar er jákvætt.

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis addresses the role of practical work in teaching adolescents natural sciences in elementary schools. A qualitative study was conducted and five elementary school teachers of natural sciences were interviewed individually and five focus group interviews with adolescent students were taken. The objective of this study was to observe how practical work is undertaken in the natural sciences education for adolescents in elementary schools in the northeastern part of Iceland.
    The thesis explores the aspects of practical work in natural sciences teaching in Iceland since 1903, particularly in comparison to neighbouring countries. The syllabus in natural sciences is reviewed and special concern is given to the role of practical work. The preconceptions of students are addressed, as well as the theories of Jean Piaget, Lev Vygotsky and Jerome Bruner on constructivism and John Dewey’s theories of children’s education.
    The results showed that the conduction of practical work in natural science for adolescents in the northeastern part of Iceland is satisfactory. The teachers appeared to be making an effort to use practical work when appropriate and linked the observations to the subject at hand. The teacher’s knowledge and interest influenced how they used practical work in their teaching and even though the school facilities for practical work were of various quality they were generally acceptable. On the other hand, the student groups were overall too large and that fact had more impact on the implementation of practical work than the facilities in the schools.
    The teachers experienced that students were positive towards practical work, and that students were more interested and attentive than during theoretical studies. Most of the students enjoyed practical work and believed that they learned more from those classes than the theoretical ones, and their attitude towards practical work was generally positive.

Samþykkt: 
  • 6.9.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25954


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sigríður_Árdal_Mastersritgerð-LOKA.pdf1.12 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna