is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25962

Titill: 
  • Frumvarp í Pattstöðu. Hvað varð til þess að frumvarp um náttúrupassa hlaut ekki brautargengi?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar ritgerðar er að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum: Hvaða forsendur lágu fyrir þeirri ákvörðun ráðherra ferðamála að leggja fram náttúrupassa sem stjórntæki til að byggja upp innviði ferðaþjónustunnar? Hvað varð til þess að að frumvarp um náttúrupassa hlaut ekki brautargengi? Notast er við hagræna nálgun til þess að útskýra inngrip hins opinbera og pólitíkina að baki gjaldtöku, m.a með því að skoða náttúrupassa sem stjórntæki út frá mælistikum Lester M. Salamon. Því næst verður útskýrt af hverju frumvarpið varð ekki að lögum með dagskrárkenningum um opinbera stefnumótun. Þungamiðja ritgerðarinnar er kenning John W. Kingdon um glugga tækifæranna og kenningar Frank M. Baumgartner og Bryan Jones um aðgang að dagskrá og raskað jafnvægi. Svo virðist sem náttúrupassi hafi orðið fyrir valinu sem lausn þegar hagsmunaaðilum láðist að leggja fram umbótatillögu sem hafði ekki þegar verið skoðuð í ráðuneytinu. Allar skýrslur sem lögðu til lausnir á vanda ferðaþjónustunnar mæltu líka með náttúrupassa í einni eða annarri mynd. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra misreiknaði bakland sitt meðal fagaðila í ferðaþjónustu og áttaði sig ekki heldur á því hve sterkar skoðanir almenningur hafði á gjaldtöku sem þessari. Ráðherra sagðist hafa þurft að fá alla fyrr að vinnuferlinu þegar farið var að útfæra náttúrupassa. Þegar kom á daginn að frumvarpið myndi ekki fara fyrir þingið á áætluðum tíma, fór af stað umræða í þjóðfélaginu. Sérfræðingar í ferðaþjónustu og fræðimenn settu sig þá upp á móti náttúrupassa sem gjaldtökuleið og almenningur varð andsnúinn hugmyndinni. Þegar Samtök ferðaþjónustunnar, sem í fyrstu vildu skoða náttúrupassa sem lausn á vanda ferðaþjónustunnar, tóku líka afstöðu gegn frumvarpinu, í sömu viku og það fór fyrir þingið, var ljóst að dagar þess voru taldir. Frumvarpið varð því aldrei að lögum.

Samþykkt: 
  • 7.9.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25962


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Frumvarp í pattstöðu lokaútgáfa - Copy.pdf1.04 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman yfirlýsing (Eiríkur Haraldsson).pdf427.29 kBLokaðurYfirlýsingPDF