is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25963

Titill: 
  • Stjórnsýsla kolvetnismála: Öryggi, heilsa og umhverfi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Nú stendur yfir leit að vinnanlegum olíu- og gaslindum á svonefndu Drekasvæði á mörkum efnahagslögsögu Íslands og Jan Mayen í samræmi við sérleyfi útgefnu af íslenskum stjórnvöldum. Rannsóknir eru á frumstigi en verði niðurstöður þeirra jákvæðar má fastlega gera ráð fyrir því að leyfishafar ráðist í boranir og hugsanlega vinnslu þegar fram líða stundir. Hér er um að ræða nýja starfsemi á íslensku yfirráðasvæði en ólokið er margvíslegum undirbúningi stjórnvalda, m.a. varðandi skipan stjórnsýslu öryggismála hafstöðva.
    Meginþættir rannsóknar þessarar eru tvenns konar. Annars vegar að greina heimildir íslenskra stjórnvalda til að stýra tilhögun öryggismála í kolvetnisstarfsemi á íslensku hafsvæði út frá þjóðréttarlegum skuldbindingum og gildandi rétti. Hins vegar eru greindar leiðir stjórnvalda til að skipuleggja og byggja upp stjórnsýslu þessara mála með vísan til skipan mála í tilgreindum ríkjum í nágrenni Íslands ásamt því að greina þau stjórntæki sem nýtt eru í þessum tilgangi.
    Rannsóknin fellur innan aðferðafræði tilviksrannsókna og byggir á greiningu ritaðra heimilda, þ.m.t. rit fræðimanna, opinberar skýrslur og gögn, alþjóðlegir samningar og aðrar réttarheimildir íslenskar sem erlendar. Í því skyni að draga fram myndir af mismunandi leiðum stjórnvalda til að sinna þessu verkefni er skoðuð stjórnsýsla málaflokksins í þremur olíuframleiðsluríkjum við N-Atlantshaf, Bandaríkjunum, Bretlandi og Noregi, ásamt skipan mála í Færeyjum og Grænlandi þar sem kolvetnisstarfsemi er komin skemmra á veg.
    Með hliðsjón af greiningu á fyrirkomulagi stjórnsýslu öryggismála í samanburðarríkjum eru í ritgerðinni lagðar fram og greindar fjórar tillögur að skipulagi mála hér á landi. Tillögurnar byggja á i) núverandi ástandi, ii) stjórnsýslustofnun öryggismála í hafstöðvum, iii) þjónustusamningum og iv) stýrineti. Það er ekki tilgangur þessarar ritgerðar að komast að niðurstöðu um bestu leið áfram veginn heldur að setja fram tillögur að leiðum og greina kosti þeirra og galla með það að markmiði að byggja grunn fyrir íslensk stjórnvöld til slíkrar ákvarðanatöku.

Samþykkt: 
  • 7.9.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25963


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kristján Geirsson MPA.pdf1.94 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2505633889-skil-2016.pdf324.46 kBLokaðurYfirlýsingPDF