is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25977

Titill: 
  • „Spjaldtölvur eru snilldartæki í tungumálakennslu“ : starfendarannsókn á grunnskólastigi
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ágrip
    Tilgangur þessarar rannsóknar var að skoða eigið starf með notkun spjaldtölva í kennslu að leiðarljósi. Rannsóknin er með blandaðri aðferð, bæði starfendarannsókn (e. action research) og spurningakönnun. Ekki er langt síðan grunnskólar á Íslandi fóru í auknum mæli að nota spjaldtölvur í skólastarfi og eru því ekki til rannsóknir hér á landi varðandi notkun spjaldtölva í tungumálakennslu. Víða erlendis er komin meiri reynsla á notkun spjaldtölva og hefur kennsla breyst til muna með komu spjaldtölva og er almenn ánægja með tilkomu þeirra og notkun í skólastarfi. Einnig hafa spjaldtölvur minnkað undirbúning kennara til muna. Á haustmánuðum fengu allir nemendur skólans þar sem ég starfa , frá fimmta bekk og til loka grunnskólans afhentar spjaldtölvur til notkunar. Varð það til þess að ég vildi skoða hvernig hægt væri að nýta spjaldtölvur markvisst í tungumálakennslu og skoða hvernig aðrir kennarar væru að nýta sér spjaldtölvur. Gerð var spurningakönnun sem send var út á 49 grunnskóla á landinu og var svörun með ágætum eða svöruðu 30 kennarar könnuninni. Niðurstöður spurningakönnunar kom verulega á óvart og voru mun fleiri tungumálakennarar að nota spjaldtölvur heldur en rannsakandi gerði sér grein fyrir. Meginviðfangsefni rannsóknarinnar er að skoða hvernig kennari getur nýtt spjaldtölvur í kennslu tungumála. Skoðaðar voru kennsluaðferðir í tungumálakennslu og kannað hvort ekki væri hægt að tengja kennsluaðferðir við notkun spjaldtölvu í kennslu. Niðurstöður starfendarannsóknar gefa til kynna að einfalt sé að nýta sér spjaldtölvur í kennslu tungumála með mismunandi kennsluaðferðum. Bæði er hægt að finna efni á veraldavefnum sem hægt er að nýta við kennslu sem og að búa til efni með aðstoð spjaldtölva og er þá hægt að einbeita sér að ákveðnu kennsluatriði eða kennsluaðferð.

  • Útdráttur er á ensku

    Abstract
    „Computer tablets are valuable teaching tools for language education“
    The purpose of this study was to examine the use of computer tablets as a teaching tool. The study was a mixed method, using both action research and questionnaires. Recently, the use of tablet computers in compulsory education has increased, but there is little research in this country regarding the use of tablets in language education. Other countries have more experience in using tablets and instruction has changed greatly with tablets in many countries, with an overall general satisfaction regarding their introduction and use in schools. The emergence of tablets in schools has also reduced the preparation time required of teachers. In the autumn of 2015 all the pupils I work with, from fifth grade and up, were supplied with tablets for use in language education. The goal was to see how tablets can be used systematically in language education and view how other teachers would take advantage of tablet computers. A survey was sent out to 49 primary schools in the country and the response was excellent, with a total of 30 teachers answering the survey. The results of the survey were a great surprise, showing that the use of tablets by language teachers was much more common than expected. The main tasks of the study were to examine how teachers can use tablet computers in teaching languages, and whether it was possible to link teaching with the use of tablet teaching. Results of the action research indicate that it is simple to make use of tablet computers in teaching languages using different teaching methods. Teaching material can be found on the web, but teachers can also create content themselves with the help of tablets and are then able to focus on specific teaching methods.

Samþykkt: 
  • 9.9.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25977


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Spjaldtölvur eru snilldartæki.pdf1.83 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
AnnaSigridur_IMG_8525.jpg2.62 MBLokaðurYfirlýsingJPG