is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25984

Titill: 
  • Lærum að lesa með spjaldtölvu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Til eru börn sem öðrum fremur þurfa félagsskap annarra en ekki aðeins í því tilliti að fá ástúð, heldur líka umönnun og leiðsögn við hæfi sem styrkir þau til þess að ná þeim þroska sem aðrir ná oft og tíðum að því er virðist eins og af sjálfu sér. Því er ekki þannig farið með börn sem glíma við ýmis þroskafrávik eða einhverfu, þeim fylgja oft örðugleikar á sviði málskilnings og tjáningar. Það er ekki að ástæðulausu að litið er á tjáningu sem forsendu samskipta við aðra og án einhverrar leiðar sem er öðrum skiljanleg hlýtur maðurinn að einangrast.
    Markmið þessa verkefnis er að þróa kennsluforrit í spjaldtölvur fyrir byrjendur í lestri, þar sem kennsla barna með einhverfu er í brennidepli. Við vinnu verkefnisins var eftirfarandi spurning höfð að leiðarljósi: Hvernig geta eiginleikar spjaldtölva stuðlað að bættri getu og farsælu lestrarnámi barna með einhverfu ?
    Að kenna börnum með einhverfu að lesa er vandasamt verkefni sem reynir mikið á þekkingu og reynslu kennara. Tungumálið er undirstaða lestrarnáms og því þróaðri sem málfærni barna er því auðveldara verður lestrarnámið. Í verkefninu er rýnt í rannsóknir og kenningar um lestur og lestrarnám, fræðst um einhverfu, málþróun og kennslu barna með einhverfu og hvernig hægt er að ná til barnanna á þeirra eigin forsendum og sníða námið að þeirra þörfum.
    Spjaldtölvur bjóða upp á ýmsa fjölbreytta tæknimöguleika sem nýtast einkar vel við að miðla flóknum einingum ritmálsins í formi hreyfimynda, snertingar, hljóða, litabrigða, þrauta og leikja í gagnvirku samspili við hugarheim notandans. Í verkefninu eru settar fram mótaðar hugmyndir að gerð lestrarkennsluforrits þar sem eiginleikar spjaldtölva eru í brennidepli. Þær bjóða upp á marga möguleika til náms og gefa nemendum kost á fjölbreyttri nálgun og nýjum námsaðferðum.
    Skóli margbreytileikans á vel við um íslenska grunnskóla í dag og því er afar mikilvægt að réttur allra barna til náms sé virtur. Að hafa vald á ritmáli, hvort sem er í námi, starfi eða tómstundum er hverjum einstaklingi í nútímasamfélagi afar þýðingarmikið svo varla verður deilt um gildi þess að varða leið allra barna að læsi.

  • Útdráttur er á ensku

    There are children who are in more need than others of companionship, not only affection but care, and guidance which helps and supports them to obtain the maturity which others gain seemingly without any special efforts. Children who have to deal with some kind of deviation from normal development, or autism, often suffer from difficulties concerning comprehension and expression. It is not without reason when you regard expression as the foundation for communication with others, and if you are unable to comminucate you will become isolated.
    The goal of this assignment is to develop a new tablet reading-program for beginners, which is tailored to the needs of autistic children. When working on this project the following question was of a main goal: How can the features of a tablet reading- program aid to improve reading skills and successful learning processes for children with autism?
    It is a comprehensive assignment to teach children with autism to read and it requires a skilled and experienced teacher. Grammar is the foundation of learning how to read, therefore, more advanced grammar skills of the child will lead to an easier learning process. This project deals with the theoretical background of both reading and autism; theoretical rules about language development and educatiotion of autistic children and most importantly how to get through to them on their own terms and tailor the program to their needs.
    Tablets offer a wide variety of technical features that are ideal to communicate complicated sentences using: videos, touchscreen features, sounds, colours, puzzles and games in an interaction with the mindset of the user. This project will present clear and fully developed ideas regarding the making of a tablet reading-program, focusing on the variety of features that tablets have to offer. A tablet computer offers numerous options for learning and enables the student to choose from varieties of methods and new approaches to learning.
    There is a great diversity in Icelandic elementary schools today. Therefore, it is of great importance that all children have the same rights in regards of education, although, the same methods may not work for all of them. To be able to read is of an essence to every human being, whether it is in an educational, work, or leisure
    3
    purpose it is meaningful for each individual in our modern community to be able to communicate by reading and writing.

Samþykkt: 
  • 9.9.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25984


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistaraverkefni (ÁÞH).pdf3.46 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16_Áslaug.pdf196.98 kBLokaðurYfirlýsingPDF