is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25987

Titill: 
  • Börn á „gráa svæðinu“ : upplifun foreldra á þjónustu í skólakerfinu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verkefnið fjallar um hvaða þjónustu börn sem eru á svokölluðu gráu svæði fá í skólum hér á landi. Þar sem foreldrar eru sérfræðingarnir í sínum börnum ákváðum við að fá þeirra álit. Við notuðum eigindlega rannsóknaraðferð og tókum opin viðtöl við þrjár mæður. Tvær þeirra vinna í skólakerfinu en sú þriðja er á almenna vinnumarkaðnum. Við kynntum okkur hvað einkennir þennan hóp barna og hvernig er hægt að aðstoða þau í námi og hvaða þjónustu skólinn býður  upp á.
    Niðurstöður gefa til kynna að börn á gráa svæðinu fá ekki viðeigandi þjónustu í grunnskólum í dag. Viðmælendur voru þó allir sammála um að samskiptin við skólana væru góð sem og samstarf. Þær telja þó að það vanti fleira fagmenntað fólk í skólana og þá alveg sérstaklega þroskaþjálfa. Þeim finnst einnig að grunnskólinn eigi að gefa foreldrum frekari upplýsingar um rétt barnsins síns og verklag út frá því.
    Sem verðandi þroskaþjálfar vildum við kynna okkur þennan hóp nemenda þar sem okkar menntun kemur að góðum notum í vinnu með þeim.

Samþykkt: 
  • 9.9.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25987


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA- TILBÚIN 1.pdf441.23 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
undirskrift.pdf50.63 kBLokaðurPDF