is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25995

Titill: 
  • Mao Zedong. Átökin um ímynd Formannsins
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Mao Zedong var formaður kommúnistaflokksins í Kína, andlit menningarbyltingarinnar og álitinn harðstjóri af mörgum en frelsishetja af öðrum. Ritgerðin rannsakar sérstaklega hvernig ímynd Mao Zedong hefur breyst í tímans rás í Kína, þá sér í lagi muninn á ímynd Formannsins fyrir og eftir andlát hans.
    Fyrst verður stiklað á stóru um herferðirnar sem Mao stýrði, sér í lagi „stóra stökkið fram á við“ og „menningarbyltinguna“. Farið verður í saumana á því hverjir þeirra leiðtoga sem tóku við keflinu eftir andlát Mao vildu halda persónudýrkun á Formanninum áfram og hverjir vildu segja skilið við fortíðina og hefja nýja tíma. Vikið verður að tengingunni á milli Mao Zedong og núverandi forseta Alþýðulýðveldisins Kína, Xi Jinping, og þá með hvaða hætti sú tenging lýsir sér.
    Að lokum verður poppkúltúrinn sem myndast hefur í kringum formanninn á síðustu árum athugaður, þá einkum hin fræga andlitsmynd af Mao sem hangir enn á Hliði hins himneska friðar. Skrímslavæðing Mao Zedong á Vesturlöndum verður einnig rannsökuð og leitast við að skýra muninn á ímynd Mao Zedong þar og í Kína.

Samþykkt: 
  • 9.9.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25995


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð Ríkey.pdf318.29 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing grth.pdf273.33 kBLokaðurYfirlýsingPDF