is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25996

Titill: 
  • „Má bjóða þér þorsk, ýsu eða lax?“ : að læra til lýðræðis í íslenskum grunnskólum
  • Titill er á ensku “Would you like cod, haddock or salmon?” : learning to be democratic in Icelandic primary schools
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er greint frá rannsókn á viðhorfum nemenda á lokaári sínu í grunnskóla til lýðræðis og hversu undirbúin þeir telja sig vera til þátttöku í íslensku lýðræðissamfélagi. Tekin voru viðtöl við tíu grunnskólanemendur úr þrem grunnskólum víðsvegar af landinu. Um er að ræða rýnihópaviðtöl þar sem þrír til fjórir nemendur ræddu hugmyndir sínar um lýðræði og viðhorf þeirra til þeirrar fræðslu og þjálfunar sem þeir hafa fengið í lýðræðislegum vinnubrögðum eftir tíu ára grunnskólanám. Lengi hefur það verið hlutverk grunnskóla að búa nemendur sína undir þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi, efla með þeim sjálfstæða hugsun og þjálfa með þeim hæfni til samstarfs við aðra. Þær áherslur má sjá í menntastefnu stjórnvalda sem kórónast í grunnþættinum Lýðræði og mannréttindi í aðalnámskrá grunnskóla. Fræðilegur grunnur rannsóknarinnar byggir á hugmyndum John Dewey um hina lýðræðislegu manneskju. Í því felst að lýðræðislegt samfélag verður ekki að veruleika nema einstaklingarnir sem það byggja hafi ræktað með sér lýðræðislegt hugarfar. Með lýðræðislegum starfsháttum geta skólar virkjað alla nemendur til að taka virkan þátt í námi sínu og leggja sjálfir eitthvað til málanna. Í viðtölum kemur fram að nemendur telja sig almennt óundirbúna undir virka þátttöku í samfélaginu. Þeim finnst að skoðanir þeirra og viðhorf vegi lítið innan skólasamfélagsins og telja sig hafa fengið fá tækifæri til að taka ábyrgð á eigin námi og námsumhverfi. Það er von mín að rannsóknin veiti ákveðna innsýn í það hvernig grunnskólanemendur upplifa nám sitt og námsumhverfi og að niðurstöður hennar verði innlegg í umræðuna um það hvernig skólasamfélagið geti gert enn betur til þess að undirbúa nemendur undir líf og starf í íslensku lýðræðisþjóðfélagi.

  • Útdráttur er á ensku

    This essay gives an account of a study conducted on the attitudes of students in their final year of primary education towards democracy and on how well prepared they feel to participate in Iceland’s democratic society. Ten primary-school students from three schools around the country were interviewed. Students were interviewed in groups of three or four, where they discussed their thoughts on democracy and their attitudes towards the education and training they had received on the subject of democratic procedure in the course of ten years of primary education. It has long been the role of primary schools to prepare students for their future participation in democratic society, to instil in them independent thought, and to develop their ability to work with others. These goals are a feature of government education policy, at the head of which is the ‘Democracy and Human Rights’ module in the national primary-education curriculum. The theoretical basis for the study are the ideas of John Dewey on the democratic personality. These ideas posit that democratic societies will emerge only where the individuals building them have developed their own inner sense of democracy. By employing democratic work practices, schools can incite all students to participate actively in their studies and make their own contribution. The interviews revealed that students generally feel unprepared for active participation in society. They feel that their views and opinions carry little weight within the school community and consider that they have been given few opportunities to take responsibility for their own studies and study environment. It is the author’s hope that the study will give some insight into primary-school students’ experiences of their studies and study environment, and that the findings will feed into the ongoing debate on how schools can do even better when it comes to preparing students for life and work in Iceland’s democratic society.

Samþykkt: 
  • 9.9.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25996


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Má bjóða þér þorsk, ýsu eða lax_.pdf1.01 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Baering_scn0001.tif26.3 MBLokaðurYfirlýsingTIFF