is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26006

Titill: 
  • Starfsánægja deildarstjóra í leikskólum
  • Titill er á ensku Job satisfaction among middle managers in preschools
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmiðið með rannsókninni var að skoða starfsánægju deildarstjóra í leikskólum og hvaða þættir tengjast ánægju í starfi. Deildarstjórar í leikskólum eru millistjórnendur og eru stjórnendur sinnar deildar en einnig hluti af kennarahópnum/starfsmannahópnum og því ákveðin hætta á að togstreita myndist milli þessara tveggja ólíku hlutverka, en sú togstreita er líkleg til að draga úr starfsánægju.
    Til að fá svör við rannsóknarspurningum var spurningalisti sendur á netföng 861 deildarstjóra í leikskólum um allt land. Spurningalistinn saman-stóð af spurningum úr QPSNordic Norræna spurningalistanum um sálfélagslega þætti í vinnunni, Íslenska starfshvatningalistanum auk spurninga um bakgrunn og starfsánægju. Alls svörðu 492 listanum að einhverju eða öllu leyti og var svarhlutfall því um 57%.
    Helstu niðurstöður eru að 78% voru mjög ánægðir í starfi eða frekar ánægðir í starfi þegar þeir svöruðu spurningalistanum og 76% höfðu verið mjög ánægðir eða frekar ánægðir í starfi undanfarið ár. Bakgrunnur og starfsumhverfi að frátöldu menntun og landssvæði hafa ekki tengsl við starfsánægju. Sjálfræði í starfi hefur jákvæð tengsl við starfsánægju og einnig eru deildarstjórar í leikskólum nokkuð ánægðir með verk sín.
    Vinnuálag er talsvert og þá sérstaklega þegar kemur að ákvarðanatökum í starfinu. Hlutverk deildarstjóra í leikskólum virðast vera nokkuð skýr en ósamræmanlegar kröfur sem gerðar eru til þeirra í starfinu hafa neikvæð tengsl við starfsánægju. Þá virðist sá stuðningur sem deildarstjórar í leik-skólum fá frá samstarfsmönnum og yfirmönnum skipta þá miklu máli og hafa jákvæð tengsl við starfsánægju þeirra.

    Starfsánægja deildarstjóra í leikskólum hefur lítið verið rannsökuð hér á landi og vonast er til að niðurstöðurnar geti gagnast annars vegar deildar-stjórum í leikskólum til að auka starfsánægju sína og hins vegar leikskólastjórum sem vilja hafa sína deildarstjóra ánægða í starfi. Aukin þekking á þeim þáttum sem ýta undir eða draga úr starfsánægju ætti að auka líkur á að starfsánægja aukist sem er vinnustaðnum í heild til góða.

  • Útdráttur er á ensku

    The goal of the research was to examine the job satisfaction of preschool department leaders and the factors influencing their job satisfactions. Department leaders in preschools are middle managers and besides being in charge of their class, they are also a part of the teacher team. The possibility of a conflicts between these two different roles can negatively impact job satisfaction.
    To get answers to the research questions a survey was sent, via email, to 861 preschool department leaders around the country. The survey was consisted of the OPSNordic, the Nordic questionnaire about psycho-social elements of work, the Icelandic work motivation questionnaire (Íslenski starfshvatningarlistinn), along with questions about background and job satisfaction. All together 492 teachers answered the survey (at least partly), and the response rate was 57%.
    The main findings were that 78% of the respondents were happy in their job at the time they answered the survey and 76% hand been happy in their job in the previous year. Background and work environment, aside from education and district, were not associated with job satisfaction. In contrast, work autonomy had positive association with job satisfaction and additionally, preschool department leaders were generally happy with their work performance. The workload was substantial, especially when in relation to decision making. Even if the roles of the preschool department leaders seemed relatively clear, incompatible demands had negative association with job satisfaction. Moreover, the results revealed that support from co-workers and superiors had positive associations with their job satisfaction.
    Job satisfaction of preschool department leaders has scarcely been researched in Iceland, and these findings will hopefully be useful to both preschool department leaders wishing to enhance their job satisfaction, and preschool directors, who want to keep their department leaders satisfied in their job. Improved knowledge about the factors which contribute to or subdue job satisfaction should positively contribute to job satisfaction and as a result benefit the workplace as a whole.

Samþykkt: 
  • 9.9.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26006


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
M.Ed._lokaverkefni_Eva Hrönn Jónsdóttir.pdf1.87 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing_lokaverkefn_EvaHrönn-signed.pdf102.22 kBLokaðurYfirlýsingPDF