is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26007

Titill: 
  • Gaman saman : námssamfélag heyrnarlausra nemenda og kennara þeirra
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra (SHH) er þekkingarmiðstöð fyrir íslenskt táknmál. Gaman saman er heiti á námskeiði sem SHH stendur fyrir. Námskeiðið er hugsað fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta nemendur, kennara þeirra og aðra fagaðila sem starfa með nemendahópnum í heimaskóla. Ritgerðin lýsir starfsumhverfi námskeiðsins og sýnir fram á hvernig það styður við nám og kennslu heyrnarlausra og heyrnarskertra nemenda. Tilgangur rannsóknarinnar er að varpa ljósi á starf SHH. Markmiðið er að skilja námstækifæri í því námsumhverfi sem SHH skapar fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta nemendur með það fyrir augum að kveikja umræðu um þá þætti sem skipta máli í námi þessa nemendahóps. Rannsóknarsniðið er frásagnarrýni þar sem rýnt er í sögu námskeiðsins og upplifun nokkurra þátttakenda en markmiðið með þessu er að varpa ljósi á eðli þeirrar starfsemi sem SHH býður upp á. Þátttakendurnir í rannsókninni eru starfsmenn SHH og þeir kennarar, þroskaþjálfar og leiðbeinendur sem sækja reglulega námskeiðið, alls er um 11 þátttakendur að ræða. Gögn rannsóknarinnar voru þátttaökuathuganir sem stóðu frá október 2014 til apríl 2015, alls var um að ræða 11 skipti, 2 klukkustundir í senn. Einnig voru tekin viðtöl við þrjá kennara sem mæta reglulega með nemendum sínum á námskeiðið. Niðurstöður benda til þess að á SHH megi finna námsumhverfi sem byggir á virðingu, gleði og sameiginlegri ábyrgð. Námskeiðið veitir heyrnarlausum nemendum vettvang til að taka þátt í menningu heyrnarlausra, sem þeir fá annars takmarkaðan aðgang að. Í gegnum þátttöku á námskeiðinu fá nemendur tækifæri til að efla færni í táknmáli og kynnast öðrum einstaklingum sem deila sama reynsluheimi. Niðurstöður benda jafnframt til þess að þátttaka kennara á námskeiðinu rjúfi einangrun í starfi og gefi þeim tækifæri á faglegri fræðslu og umræðu um málefni heyrnarlausra, stuðning og ráðgjöf í kennslu. Auk þess fá þeir tækifæri til að þjálfa eigin samskiptahæfni á táknmáli svo þeir geti átt í betri samskiptum við nemendur sína. Einnig gefur námskeiðið kennurunum tækifæri til að kynnast nýjum hliðum á nemendum þar sem þeir fylgjast með þeim í samskiptum á táknmáli við jafnaldra og fullorðna.

Samþykkt: 
  • 9.9.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26007


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaskjal_31_5_2016pdf.pdf1.36 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
gigja_doc01038120160621134028.pdf301.96 kBLokaðurYfirlýsingPDF