is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26017

Titill: 
  • "Á ég virkilega rödd?" : hver er upplifun foreldra barna á einhverfurófinu af menntastefnunni skóli án aðgreiningar?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Á Íslandi ber skólum að vinna eftir menntastefnunni um skóla án aðgreiningar (e. inclusive school). Skólar þurfa að taka á móti öllum nemendum og gefa þeim jöfn tækifæri til að sækja skóla og vinna að því að koma til móts við náms- og félagslegar þarfir þeirra.
    Markmið rannsóknarinnar var að skoða upplifun foreldra barna á einhverfurófinu af skólagöngu barna sinna í skóla án aðgreiningar og öðlast skilning á sjónarhorni foreldra á menntun barna með sérþarfir. Tilgangur rannsóknarinnar var að gefa foreldrum tækifæri til að segja frá þeirra upplifun af skólagöngu barna sinna í von um að auka þannig við þekkingu kennara og annarra fagaðila sem koma að kennslu barna með sérþarfir í skóla án aðgreiningar. Foreldrar fjögurra barna á aldrinum 6−22 ára tóku þátt í rannsókninni. Upplifun foreldra barna með sérþarfir hefur ekki verið mikið rannsökuð í tengslum við menntastefnuna og því valdi ég þetta viðfangsefni.
    Rannsóknin er eigindleg (e. qualitative research), það er lífssögurannsókn (e. life story), til þess að fá sem besta innsýn í upplifun þátttakenda. Hún var í formi samtala við þátttakendur og var upplifun þeirra skoðuð með tilliti til rannsóknarspurninganna sem er: Hver er upplifun foreldra barna á einhverfurófinu af menntastefnunni skóli án aðgreiningar?
    Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að fjórir af fimm þátttakendum séu jákvæðir gagnvart menntastefnunni skóli án aðgreiningar og telji að skólinn uppfylli þær náms- og félagslegu þarfir sem börn þeirra hafa og kynnu að hafa. Telja þátttakendur að skólinn mæti þörfum barna þeirra þegar kemur að þjónustu sem börnin þurfa í námi og kennslu og að gott samstarf sé á milli heimilis og skóla. Niðurstöður rannsóknarinnar benda enn fremur til að félagsleg staða barnanna sé það sem foreldrarnir leggi mesta áherslu á í skólastarfi og að upplifun barna þeirra verði eins jákvæð og mögulegt er. Telja foreldrarnir að jákvætt viðhorf kennara og skólans sé eitt af undirstöðuatriðum í jákvæðri upplifun þeirra af skólagöngu barna sinna og að opin umræða sé um aðstæður barna þeirra í skólanum þar sem skólafélagar og heimili skólafélaganna fái fræðslu um margbreytileika einstaklinga.

Samþykkt: 
  • 9.9.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26017


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf277.27 kBLokaðurYfirlýsingPDF
M.Ed-Guðrún Ása Jóhannsdóttir.pdf1.04 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna