is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26026

Titill: 
  • Samræðulestur : að efla orðaforða og málskilning ungra barna með aðferðum samræðulesturs
  • Titill er á ensku Dialogic Reading : improve vocabulary and language comprehension of young children with Dialogic Reading.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ágrip (útdráttur)
    Markmið þessarar rannsóknar er að komast að því hvort hægt sé að auka og örva orðaforða leikskólabarna með markvissum lestri sögubóka fyrir þau. Þá er tilgangur hennar að ýta undir og styðja við góðar lestrarvenjur foreldra með lestraraðferð sem er bæði þekkt og viðurkennd og hefur sýnt fram á jákvæð áhrif á málþroska ungra barna.
    Rannsóknin fór fram í einum leikskóla og var bæði beitt eigindlegum og megind-legum rannsóknaraðferðum við gagnaöflun. Í byrjun voru 22 þriggja og fjögurra ára leikskólabörn prófuð með Íslenska orðskilningsprófinu. Síðan var beitt lagskiptu tilviljunarúrtaki og börnunum skipt í tvo hópa íhlutunar- og samanburðarhóp. Því næst var foreldrum íhlutunarhópsins kennd lestraraðferðin Samræðulestur. Þessir foreldrar og börn þeirra tóku þátt í sex vikna lestrarátaki þar sem þeir voru beðnir um að nota Samræðulestur í lestrarstundum. Lestrarátakið hófst á kynningarfundi með foreldrum barnanna og þeir voru fræddir um málþroska barna. Höfundur útbjó auk þess myndband og bækling um Samræðulestur og sýndi þeim myndbandið á fundinum og afhenti bæklinginn. Þá svöruðu foreldrar íhlutunarhópsins spurningalistum sem tengdust lestrarvenjum þeirra bæði fyrir og eftir lestrarátakið. Að sex vikum loknum var orðskilningsprófið aftur lagt fyrir sömu 22 börn og í upphafi og niðurstöður bornar saman við fyrri mælingu.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýndu marktækar framfarir hjá báðum hópum milli mælinga. Þá fór þeim börnum sem lesið var fyrir með Samræðulestri að meðaltali meira fram á orðskilningsprófinu en þeim börnum sem voru í samanburðarhópnum. Munurinn á hópunum var hins vegar ekki marktækur og því er ekki hægt að fullyrða að Samræðulestur hafi haft þessi áhrif á málþroska þeirra. Framfarirnar sem urðu hjá börnunum gætu til dæmis skýrst af auknum þroska og meiri reynslu á tímabilinu. Í ljós kom að foreldrar íhlutunarhópsins höfðu aldrei heyrt um Samræðulestur fyrir lestrarátakið. Að kynningu og átaki loknu voru þeir mjög jákvæðir gagnvart lestraraðferðinni og fannst hún góð viðbót við lestur með börnunum. Þá urðu breytingar á lestrarvenjum þeirra með börnunum.
    Með þessar niðurstöður í farteskinu horfir höfundur fram á við og er staðráðin í að færa Samræðulestraraðferðina til fleiri foreldra ungra barna og leikskóla.

  • Útdráttur er á ensku

    Abstract
    The goal of this study is to investigate if Dialogic reading can improve vocabulary and language comprehension of young children. The purpose is to encourage good reading habits among parents with Dialog reading.
    The study took place in one preschool in Iceland and had mixed- method research. At first 22 children between 3—4 years old were tested with icelandic comprehension test based on PPVT- 4. Based on the result the children were divided in to focus and control groups, where parents of the focus group where tought to use the method of Dialogic reading with the assistance of a video and a pamphlet from the researcher. Then they were encourage to use the method of Dialogic reading for 6 weeks when reading to their children. The parents answered questionnaire about their reading habits before and after. At the end of the programme the children from both groups were tested again with PPVT- 4 to evaluate their progress.
    The result showed significant measurable increase on PPVT- 4 in both groups. Though the result were not significant the children in the focus group increased their word understanding more than the control group. Parents in the focus group had never heard about Dialogic reading. The questionnaire showed that their reading habits changed during the intervention. Their experience of using Dialogic reading with their children was a positive one and many of the parents planned on using Dialogic reading in the future.

Samþykkt: 
  • 9.9.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26026


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf158.71 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Lokaverkefni M.Ed. Hrafnhildur Steinþórsdóttir.pdf1.22 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Viðaukar Hrafnhildur Steinþórsdóttir.pdf1.26 MBLokaður til...01.05.2056ViðaukiPDF