is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26029

Titill: 
  • „Vantar bara að þær þori að hætta sér í pulsupartíið“ : ríkjandi orðræður um keppnina Gettu betur og kvenkyns keppendur hennar
  • Titill er á ensku "They just need to dare to enter the sausage fest" : dominant discourses on the secondary school quiz show, Gettu betur, and its female participants.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Það hefur lengi verið rætt um það hversu fáar stúlkur taki þátt í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur. Markmið rannsóknar þeirrar er þessi ritgerð byggir á, er að greina orðræðurnar sem eru ríkjandi um keppina og rannsaka hvernig kvenkyns keppendur staðsetja sig gagnvart þeim, í því augnamiði að varpa ljósi á ástæður þess að svo fáar stúlkur taka þátt í keppninni. Í rannsókninni, sem er eigindleg, eru greind þrástef í þeim orðræðum sem eru ríkjandi um keppnina. Tilgangurinn er að varpa ljósi á það hvað verður til þess að stúlkur ákveða að taka þátt, hver reynsla stúlknanna sé af því að taka þátt í fyrirbæri þar sem piltar hafa ráðið ríkjum, og að fá hugmyndir að því hvernig betur megi standa að því að hvetja stúlkur til þátttöku. Þá veitir þessi rannsókn ákveðið sjónarhorn á framhaldsskólann sem kynjaðan vettvang. Stuðst verður við hugmyndir og kenningar Butler og McRobbie um kyngervi og kvenleika. Tekin voru tvö rýnihópaviðtöl við alls fimm kvenkyns fyrrverandi keppendur í Gettu betur. Einn kvenkyns fyrrverandi keppandi svaraði spurningum úr spurningaramma skriflega. Umfjöllun um Gettu betur í skólablöðum framhaldsskóla var skoðuð og greind, með aðaláherslu á þá skóla sem best hefur gengið í keppninni.
    Niðurstöðurnar sýna að árangur Menntaskólans í Reykjavík í Gettu betur er þrástef sem litar aðrar orðræður. Annað þrástef snýst um keppendur sem gáfnaljós og hvernig þeir höndla þann stimpil. Þá er ríkjandi nokkur þöggun um stúlkur í Gettu betur í umfjöllun skólablaðanna. Viðmælendur í rannsókninni hafa blendnar tilfinningar til þess að vera stimplaðar sem gáfnaljós, þó þær hafi fengið jákvæð viðbrögð í sínum skólum við þátttöku sinni í keppninni. Einnig samsama þær sig ekki ríkjandi hugmyndum um kvenleika.
    Lítil þátttaka stúlkna í Gettu betur á sér margþættar ástæður eins og niðurstöðurnar gefa til kynna. Yfirbragð keppninnar sem og mótun kyngervis stúlkna gera að þeim er örðugt að sjá sinn stað innan hennar.

  • Útdráttur er á ensku

    The dearth of female participants in Gettu betur, the annual quiz show contest between the upper secondary schools in Iceland, has long been a matter of discussion. The aim of the qualitative study presented in this thesis is to analyze the dominant discourses surrounding this contest and the discursive themes within them, and to find the position of the female participants as subjects of the discourse. This is done to determine why so few girls take part in the contest. The purpose is to find out why some girls decide to participate, to describe their experience of taking part in a male-dominated phenomenon, and to identify possible ways to get more girls to participate in the contest. This research also offers insights into how Icelandic upper secondary schools are gendered. Butler’s theory about gender as performance and McRobbie’s ideas about femininity provide the theoretical background for the thesis. The data consists of: a) two focus-group interviews where a total of five female former Gettu betur participants were interviewed; b) the emailed response of another former participant to a questionnaire; and c) articles about the Gettu betur contest in school magazines, particularly those published at the schools that have enjoyed the most success in the competition.
    The results show that the success of Menntaskólinn í Reykjavík (e. Reykjavík Junior College) is a theme throughout the discourse about Gettu betur and colors every part of it. Another theme revolves around the labeling of the contestants as “geniuses” and their maneuvering around that branding. The school magazines give scant attention to girls' participation in Gettu betur. The women who participated in the study had mixed feelings about being branded as “geniuses”, though their school mates reacted positively to their participation. They also do not feel like they conform to dominant ideas about femininity.
    There are multiple reasons why so few girls participate in Gettu betur. The overall feel of the contest and the construction of their gender makes it hard for girls for picture a place for themselves within the contest.

Samþykkt: 
  • 9.9.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26029


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaskjal ingaþóraingvarsdóttirmedritgerð2016.pdf838.44 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16-signediþi.pdf151.72 kBLokaðurYfirlýsingPDF