is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26042

Titill: 
  • "Ég er lélegur í stærðfræði, ég er bara á blaðsíðu 24 í Sprota" : starfendarannsókn á notkun Numicon námsgagna með nemendum í 3. bekk
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Mikilvægt er að nemendur nái góðum tökum á grunnfærni í stærðfræði. Ef grunnurinn er veikur er erfitt að byggja ofan á fyrri þekkingu. Ein kennsluaðferð hentar aldrei öllum. Numicon námsgögn bjóða upp á fjölbreyttar kennsluaðferðir í stærðfræði og þau sýna skýrt hvað hver tala frá 1-10 stendur fyrir. Þau eru fjölskynja námsgögn sem vekja áhuga nemenda þar sem þau eru litrík og með þeim gefst nemendum kostur á að læra í gegnum leik.
    Ritgerð þessi fjallar um starfendarannsókn sem unnin var í janúar og febrúar 2016. Rannsóknin var gerð á námskeiði þar sem ég og tólf nemendur í 3. bekk vorum þátttakendur. Á námskeiðinu nýtti ég Numicon námsgögn í stærðfræðikennslu. Gögnum var safnað með hljóðupptökum, dagbókarskrifum og ljósmyndum. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna uppbyggilegar leiðir til að efla áhuga og skilning á stærðfræði í fjölbreyttum nemendahópi. Markmið rannsóknarinnar var að prófa hvernig ég fór að við að nota Numicon námsgögn með nemendum sem fengu tækifæri til að nýta þau í stærðfræðinámi. Ég er að fara úr starfi umsjónarkennara yfir í starf sérkennara, því ákvað ég að prófa fjölbreyttar kennsluaðferðir með Numicon námsgögnunum. Með rannsókninni hafði ég það að leiðarljósi að skoða hvernig kennslan þróaðist og hvernig áhugi og færni nemenda breyttist.
    Námsgögn sem má handfjatla og leika sér með bjóða upp á fjölbreytta vinnu en alltaf þarf að hafa að leiðarljósi að nemendur eru ólíkir, hafa ólík áhugamál og ólíkan uppruna. Nemendurnir í rannsókninni áttu auðvelt með að tjá sig í hópnum. Vinna á gólfi býður upp á mikla möguleika en getur líka skapað ákveðinn vanda. Námsbækur geta haft neikvæð áhrif á nemendur og haft áhrif á áhuga og sjálfstæði þeirra. Samkvæmt könnun sem ég lagði fyrir nemendur fannst þeim námskeiðið skemmtilegt og þeir urðu öruggari í stærðfræði og ég sem kennari varð öruggari. Ég tel að þetta námskeið eigi að geta nýst mér vel í vinnu inni í kennslustofu með nemendum í góðri samvinnu við umsjónarkennara.

Samþykkt: 
  • 9.9.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26042


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ólöf Ben. Meistararitgerð. Lokaeintak.pdf2.28 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf131.59 kBLokaðurYfirlýsingPDF