is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26045

Titill: 
  • Hvert er hlutverk ritunarkennarans : hvernig líta þrír kennarar á unglingastigi í íslenskum skólum á hlutverk sitt sem ritunarkennara
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerðin segir frá eigindlegri rannsókn sem var unnin við Menntavísindasvið á haustönn 2015 og vorönn 2016. Tilgangur rannsókn-arinnar er að draga saman og ígrunda kennsluaðferðir við ritunarkennslu nemenda á unglingastigi. Markmið rannsóknarinnar er tvíþætt. Í fyrsta lagi að undirbúa mig sjálfa fyrir kennarastarfið þar sem ég hef hug á að vinna markvisst með ritun nemenda og tel því mikilvægt að kynna mér hvert hlutverk kennarans er í ritunarferlinu og hvað virkar til að kveikja og viðhalda áhuga nemenda í ritun. Í öðru lagi að nýta niðurstöður rannsóknarinnar sem innlegg í umræðu um ritunarkennslu á unglingastigi. Við gagnaöflun voru tekin viðtöl við starfandi kennara sem vitað var að hefðu unnið markvisst með ritun hjá nemendum sínum og beitt til þess fjölbreyttum aðferðum. Einnig fór rannsakandi í vettvangsathuganir til að fylgjast með starfsháttum þessara kennara.
    Niðurstaða rannsóknarinnar sýnir hversu margir þættir tvinnast saman þegar markmiðið er skapandi ritunarkennsla. Einhver atriði snúa að tæknilegum hlutum s.s. skrift, stafsetningu eða frágangi. Meðan önnur ekki síður mikilvæg snúa að þáttum eins og undirbúningi kennarans, því að leyfa nemendum að skrifa um það sem skiptir þá máli, rödd nemenda, samskiptum o.fl. Hlutverk kennarans birtist í að styðja, leiðbeina og finna leiðir til að virkja nemendur og gera þá ábyrga fyrir verkum sínum.

Samþykkt: 
  • 9.9.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26045


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
M.ed.RTH lokaútgáfa.pdf1.2 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing_med_undirskrift.jpg454.17 kBLokaðurYfirlýsingJPG