is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26064

Titill: 
  • „Ég hefði viljað vita“ Mikilvægi samfélagsfræðslu fyrir innflytjendur
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknar minnar er að varpa ljósi á stöðu kvenna sem flytja frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) til Íslands og lenda í ofbeldissamböndum. Þær hindranir sem þær glíma við þegar þær reyna að koma sér úr aðstæðum ofbeldisins tengjast mjög vanþekkingu á nýju samfélagi. Megin rannsóknarspurning verkefnisins er hvort skynsamlegt sé að skylda innflytjendur til samfélagsfræðslu og hvernig slíkri fræðslu væri best háttað?
    Við rannsóknina var eigindlegri aðferðafræði beitt. Gagna var aflað með viðtölum við sjö konur frá ýmsum löndum utan EES sem allar eiga það sameiginlegt að hafa búið við ofbeldi af hendi maka. Einnig voru tekin viðtöl við tvo sérfræðinga á sviði innflytjendamála, þær Sigurbjörgu Rut Hoffritz, lögfræðing hjá Útlendingastofnun og Margréti Steinarsdóttur, lögfræðing hjá Mannréttindaskrifstofu Íslands.
    Eins og staðan er núna er ekki skyldubundin fræðsla fyrir innflytjendur sem flytjast hingað til lands þar sem upplýst er um þætti eins og þau lög er varða innflytjendur, hvaða úrræði og aðstoð eru í boði og hvert best sé að leita í neyðartilvikum. Íslensk stjórnvöld hafa þó lengi ítrekað að eitt mikilvægasta atriðið þegar kemur að aðlögun útlendinga og þátttökuskilyrðum í nýju samfélagi sé að tryggja þeim ítarlegar upplýsingar um íslenskt samfélag, réttindi þeirra og skyldur.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að mikilvægt er að veita innflytjendum upplýsingar fljótlega eftir komu þeirra til landsins. Einangrun kvenna, vanþekking á nýju samfélagi og rangar upplýsingar sem oft eru fengnar í formi hótana frá ofbeldisfullum maka hafa hindrað konur frá því að nálgast aðstoð og upplýsingar. Þetta er mikilvægt að bæta. Tryggja þarf að konur þurfi ekki að reiða sig á upplýsingar, jafnvel rangar upplýsingar, frá mökum heldur búi sjálfar yfir mikilvægum upplýsingum um íslenskt samfélag, þau úrræði sem í boði eru og hvert þær geti leitað.

Samþykkt: 
  • 12.9.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26064


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ísól Björk Karlsdóttir.pdf1.42 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing ibk.pdf308.72 kBLokaðurYfirlýsingPDF