is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26093

Titill: 
  • Til hvers er ætlast af okkur? Auglýsingar, líkami og kyngervi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í kjölfar þess að auglýsingar urðu hluti af daglegu lífi flestra jarðarbúa hafa alls konar vandamál sprottið upp. Eitt algengt slíkt vandamál er óöryggi fólks tengt líkamanum. Auglýsingar, þar sem neytendum er sagt á skýran hátt hvernig þeir eigi að vera, eru ein af mörgum ástæðum fyrir þessu. Ákveðnar hugmyndir koma til um það hvernig kynin eiga að hegða sér en þetta tengist ekki einungis auglýsingum, heldur gömlum, úreltum hugmyndum um kynjahlutverk, en auglýsingarnar í raun viðhalda þessum gömlu hugmyndum. Markmið þessarar ritgerðar er að skoða kenningar innan mannfræði tengdar líkamanum og nota þær samhliða hugtakinu vald til þess að komast að lokum að þeirri niðurstöðu að auglýsingar hafa í raun óformlegt vald yfir líkömum fólks. Ég skoða þessar kenningar í því skyni að varpa ljósi á spurninguna: hvernig er hægt að útskýra tengsl líkamans við vald og hver er það sem ákvarðar hvernig temja eigi líkamann? Erfitt er að komast að endanlegri lausn þegar kemur að þessu þar sem þetta er allt saman rótgróið í menningu vestrænna samfélaga en svo virðist vera að þegar kemur að því hvernig við „eigum” að hegða okkur, skiptir það lykilmáli hvaða kynjahlutverk hver og einn er að reyna að uppfylla.
    Lykilorð: vald, kynjahlutverk, auglýsingar, karlmennska, kvenleiki, tamning.

  • Útdráttur er á ensku

    In the wake of advertisements becoming part of nearly every earthling’s daily life, all kinds of problems have risen. One common problem is people’s body-related insecurities. Advertisements, where consumers are told, in a very clear way, what they should look like and how they should behave are, partly, to blame. Certain ideas emerge about how the sexes should behave but this does not only have to do with advertisements, but also with old, obsolete ideas about gender roles, which advertisements preserve in a way. The purpose of this paper is to look at anthropological theories concerning the concept of power to eventually conclude that advertisements hold an informal power over people’s bodies. I look at these theories to try and answer the question: how can the connection between power and the body be explained and who is it that decides how the body should be tamed? It is difficult to come to a conclusion in this matter because this is all deep-rooted in the cultures of western civilizations but when it comes to how we should behave, gender roles and sex is key.
    Key Words: power, gender roles, advertisements, masculinity, femininity, taming.

Samþykkt: 
  • 13.9.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26093


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjal, BA, Rós X.pdf443.69 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
SKANNI-Rós.pdf319.61 kBLokaðurYfirlýsingPDF