is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26160

Titill: 
  • Femínismi í framkvæmd. Guerrilla Girls
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerðin fjallar um jafnréttisbaráttu kvenna í listum með femínismann að sjónarhorni. Listahópurinn Guerrilla Girls hefur starfað í 30 ár með herskárri gagnrýni sem birtist á veggspjöldum og í gjörningum í almennu rými. Guerrilla Girls rekja rætur sínar til hóps bandarískra og breskra listakvenna, Women Art Revolutions, sem ruddi brautina fyrir femínískar innsetningar og gjörninga á fyrstu árum eftir 1970. Helsta baráttumál Guerrilla Girls er að stuðla að jafnrétti kynjanna, að berjast gegn kynþáttamisrétti, að styðja baráttu samkynhneigðra innan listaheimsins og eru veggspjöld hópsins skoðuð út frá aðferðafræði og tímalegu samhengi. Fjallað er um sýningarskrá farandsýningar Guerrilla Girls, Conscience of the art world, (1994) sem fór um Norðurlöndin og var fengin hingað til landsins og sett upp á Nýlistasafninu. Íslenskar listakonur stóðu að gerð sýningarskrárinnar og í henni mátti finna endurgerð veggspjalda Guerrilla Girls sem höfðu verið uppfærð á íslenskan veruleika út frá femínísku sjónarhorni. Með femínismann að sjónarhorni er að lokum fjallað um rannsókn sem gerð var árið 2015 og er byggð á keyptum verkum Listasafns Íslands í 130 ár. Þar voru rannsökuð annars vegar áhrif kvennabaráttunnar á inntöku safnsins á verkum kvenna og hins vegar sett upp graf þar sem verkum listakvenna er stillt upp til mótvægis við verk listamanna.

Samþykkt: 
  • 16.9.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26160


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Halla Sigurgeirsdóttir.pdf979.32 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing hs.pdf278.81 kBLokaðurYfirlýsingPDF