is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26169

Titill: 
  • Jákvæðar og neikvæðar hliðar fullkomnunaráráttu. Upplifanir náms- og starfsráðgjafa á Íslandi og í Svíþjóð
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar ritgerðar var að öðlast innsýn í hvernig náms- og starfsráðgjafar á Íslandi og í Svíþjóð upplifa jákvæða og neikvæða fullkomnunaráráttu meðal nemenda á grunn- og framhaldsskólastigi. Jákvæð fullkomnunarárátta felur í sér að geta sætt sig við hið æskilega, er ekki letjandi og hvorki neikvæð hugsunareinkenni né neikvæðar tilfinningar fylgja i kjölfarið. Neikvæð fullkomnunarárátta er letjandi fyrirbæri og hefur neikvæð hugsunareinkenni og tilfinningar í för með sér. Tilgangur verkefnisins var einnig að öðlast skilning á því hvernig náms- og starfsráðgjafar upplifa áhrif þessara fyrirbæra í tengslum við markmiðssetningu, vinnubrögð og líðan meðal nemenda. Rannsóknin byggist á viðtölum við átta þátttakendur sem allir hafa starfsreynslu í grunn- og framhaldsskólum, fjórir úr hvoru landi. Niðurstöður rannsóknar benda til þess að náms- og starfsráðgjafarnir telji fullkomnunaráráttu neikvætt fyrirbæri, en einstaka sinnum jákvæða upp að vissu marki. Fyrirbærið er mælanlegt með prófkvarðanum Frost, sem gerir mögulegt að mæla magn hegðunareinkenna, hugsanir og tilfinningar en fæstir þátttakenda þekktu til þessa kvarða. Þátttakendur í báðum löndum báru allir kennsl á tiltekin mögulegan hóp sem ekki þarf á sálfræðilegri aðstoð að halda en hefði gott af því að læra að vinna öðruvísi. Betra aðgengi að skólasálfræðingum í Svíþjóð gerir það að verkum að mál er snúa að persónulegri ráðgjöf kemur síður inn á borð til náms- og starfsráðgjafanna í Svíþjóð, en þeirra tími fer að mestu í upplýsingagjöf og náms- og starfsfræðslu. Meiri tími fer í persónulega ráðgjöf á Íslandi.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this thesis was to gain insight into how guidance and career counsellors in Iceland and Sweden experience positive and negative perfectionism among pupils in primary and secondary schools. Positive perfectionism involves the ability to accept the ideal without any negative feelings or thought symptoms. Negative perfectionism is an inhibitory phenomenon entailing negative thought symptoms and emotions. The aim of the project was also to get insight into how guidance counsellors experience the effects of these phenomena in relation to goal setting, study routines and wellbeing among the pupils. The study is based on interviews with eight participants, all of whom have work experience in primary and secondary schools. The result of the study indicates that the guidance counsellors perceive perfectionism as a negative phenomenon, rarely as positive. Perfectionism may be measured using the Frost scale, enabling the quantification of behaviour symptoms, but only a few of the counsellors were familiar with this scale. The participants in both countries identified a group of pupils not needing psychological assistance but who would benefit from learning to work differently. Better access to school psychologists in Sweden entails that issues relating to personal counselling are to a less degree the purview of guidance and career counsellors in that country; their time is mostly spent on giving information and on guidance and career counselling. In Iceland more time is spent on personal counselling.

Samþykkt: 
  • 20.9.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26169


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA lokaritgerð.pd f894.8 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing skemman.pdf454.4 kBLokaðurYfirlýsingPDF

Athugsemd: Ákvæði höfundalaga gildir, með öllum réttindum áskildum.