is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26239

Titill: 
  • Fyrstu skrefin í átt að þeim kennara sem ég vil vera
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Öllum nemendum á að líða vel í skólaumhverfinu. Þess vegna er mikilvægt að þeir upplifi jákvæð samskipti og upplifun þeirra sé jákvæð innan veggja skólans. Þegar nemendum líður vel eiga þeir auðveldara með það að læra. Nemendur eru jafn misjafnir og þeir eru margir og því þarf oft að beita fjölbreyttum kennsluháttum til þess að ná til sem flestra nemenda. Þannig er í mörg horn að líta þegar hugað er að kennslu.
    Þessi ritgerð byggir á starfendarannsókn þar sem ég skoða eigin kennslu á mínu fyrsta ári sem kennari. Ég rannsaka það hvernig ég geti bætt mig og orðið að þeim kennara sem ég vil vera og þannig bætt mig í samskiptum við nemendur og í kennslu náttúrufræða. Framkvæmd starfendarannsóknarinnar fór fram á tímabilinu september 2015 til apríl 2016 og nýtti ég mér margþætt gögn, til að mynda rannsóknardagbók, lestrardagbók, upptökur, verkefni nemenda, ljósmyndir og minnismiðar.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að kennari ætti að koma til dyranna eins og hann er klæddur, sýna nemendum áhuga og vilja til þess að spjalla við þá á þeirra grundvelli og þannig koma fram við nemendur af virðingu og umhyggju. Með þessum hætti myndast ákveðin tengsl sem og traust á milli kennara og nemenda sem gerir það að verkum að bekkjarstjórnun verður auðveldari og andi bekkjarins léttari. Leggja þarf sérstaka áherslu á að náttúrufræðikennsla og námsmat sé fjölbreytt svo komið sé til móts við sem flesta nemendur.

Samþykkt: 
  • 14.10.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26239


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
M.Ed._Lokaverkefni_Fyrstu_skrefin_Sveinbjörg_Sævarsdóttir.pdf1.12 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16 (1).pdf163.4 kBLokaðurYfirlýsingPDF