is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26251

Titill: 
  • Tjáning með teikningu : efling sjálfstjáningar í myndmennt
  • Titill er á ensku Expressions with drawing : improving self-expression in the visual arts
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ágrip
    Áhrif listsköpunar á einstaklinginn eru oft vanmetin og þess vegna er það í höndum menntastéttarinnar að vekja hana og viðhalda henni. Ein leið til að fá nemendur til að upplifa áhrif listsköpunar er að efla sjálfstjáningu. Markmið þessarar ritgerðar er að finna leiðir til að efla sjálfstjáningu í myndmennt, styðja kennara í slíkri vinnu með nemendum og auka skilning nemenda á mikilvægi listsköpunar fyrir þá sjálfa.
    Ég byrjaði á því að afla upplýsinga um þætti sem gætu eflt sjálfstjáningu á eins fjölbreyttan hátt og kostur var. Skapandi hugsun og tjáning var efst í huga við heimildaöflun. Í ritgerðinni er fjallað um rannsóknir, kenningar, aðferðir, meðferð, listasögu og kennsluaðferðir til að styðja við hugmyndir mínar um eflingu sjálfstjáningar í myndmennt og út frá því gerði ég handbók fyrir kennara með verkefnum sem nemendur vinna í teiknidagbók sem þeir útbúa sjálfir undir leiðsögn. Þau viðmið sem tengjast sjálfstjáningu og sköpun eru höfð að leiðarljósi í handbókinni. Í henni er fjallað um hvernig hægt er að ýta undir sjálfstjáningu og skapandi hugsun með kveikju og umræðum. Þar er einnig að finna hugmyndir að verkefnum, vettvangsferð og námsmati. Verkefnið felst í samþættingu myndmenntar og samfélagsfræði þar sem sjónum er einkum beint að lífsleikni og tekið mið af hæfniviðmiðum í báðum námsgreinum.
    Gert er ráð fyrir að nemendur noti teiknidagbókina til að tjá hugsanir sínar og hugmyndir út frá eigin reynslu og hugarheimi með teikningu sem tjáningarmáta. Áherslan er á listferlið en ekki afurðina, listaverkið. Markmiðið með bókinni er að nemendur þroski með sér skapandi hugsun, innlifun, tjáningu, jákvæða sjálfsmynd og víkki sjóndeildarhring sinn og dýpki jafnframt skilning sinn á umhverfinu. Teiknikunnátta nemenda er ekki aðalatriðið heldur skiptir þeirra eigin sköpun og trú á sjálfum sér mestu máli.

  • Útdráttur er á ensku

    Abstract
    Expressions with drawing
    Improving self-expression in the visual arts
    The effects of artistic creation on the individual are often underestimated and therefore it is in the hands of educational professionals to raise it and maintain it. One way to get students to experience the effects of artistic creation is promoting self-expression. The question, however, is, how can the teacher contribute to stronger self-expression of students in the visual arts? The purpose and aim of this M.Ed. thesis is to find ways to promote students’ self-expression in the visual arts, providing support to teachers in such work with students and thus strengthening the students’ recognition of how artistic practice can be of personal importance to them.
    I started my research by gathering information on factors that could stimulate self-expression in as diverse ways as possible. In finding sources the emphasis was on creative thinking and expression. The paper focuses on research, theories, methods and procedures in arts and teaching to support my ideas of how to enhance and promote self-expression within the visual arts classes. This work then became the foundation for a manual for teachers with projects for students to do in a drawing diary that they prepare themselves under supervision. The criteria related to self-expression and creativity are the guidelines in the manual. It presents guide-lines for teachers on how to encourage students’ self-expression and creative thinking through motivation and discussions. The manual also includes ideas for projects, field trips and assessment. The project involves the integration of visual arts and social studies, focusing in particular on life skills education, with the criteria of both subjects taken into the account.
    The drawing journal is expected to become a tool for students to express through drawing their thoughts and ideas from their own experience and imagination. The focus is on the art process, not the product, the artwork. The overall aim of the research-project is that students come to develop their creative thinking, empathy and expression, enhance their positive self-image and broaden their horizons, as well as deepening their environmental perception. The students’ drawing skills is not of any major importance but rather their own creativity and faith in themselves.

Athugasemdir: 
  • Handbókin Tjáning með teikningu : teiknidagbók - verkefni fyrir miðstig fylgir.
Samþykkt: 
  • 14.10.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26251


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
M.Ed. fræðileg- Sóley Dögg.pdf658.39 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
M.Ed. handbók- Sóley Dögg.pdf1.65 MBOpinnViðaukiPDFSkoða/Opna
Sóley Dögg-skemman_yfirlysing_lokaverkefni_30.05.16 (1).pdf31.66 kBLokaðurYfirlýsingPDF