is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26254

Titill: 
  • Reynsla og upplifun mæðra af filippínskum uppruna af aðlögun barna sinna í íslenskum leikskólum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Rannsóknarspurning verkefnis er: Hver er reynsla mæðra af filippínskum uppruna af aðlögun barna sinna í leikskólum á höfuðborgarsvæðinu? Markmiðið með rannsókninni er að fá innsýn í þann veruleika sem mætir mæðrum barna af filippínskum uppruna við aðlögun í leikskólum á höfuðborgsvæðinu. Hvernig er líðan barnanna og mæðrana í aðlöguninni og hver er reynsla þeirra af leikskólanum? Hver er reynsla mæðra barnanna af foreldrasamstarfinu og líðan barna þeirra í leikskólanum? Hvað má gera betur og hvað þarf að bæta?
    Gerð var tilviksrannsókn sem byggir á hálfopnum viðtölum við sex mæður barna af filippínskum uppruna, um reynslu þeirra af eigin upplifun og upplifun barna sinna af aðlögun í íslenskum leikskólum. Auk þess var farið í þrjár vettvangsheimsóknir í leikskóla barnanna?.
    Niðurstöður gáfu vísbendingar um að margt hafi áunnist í að mæta þörfum þessa hóps barna og mæðra þeirra í aðlögun í leikskólum á höfuðborgarsvæðinu. Ýmislegt sé þó enn óunnið til að uppfylla markmið frá yfirlýsingu Félagsmálaráðuneytisins frá 2007 um aðlögun barna af erlendum uppruna. Ekki reyndist munur á aðlögun fyrir börn af erlendum uppruna í leikskólum sem starfa í anda hugmyndafræði „Reggio Emilia“ og hinna sem voru í „leikskóla án aðgreiningar“. Um helmingur þátttakenda bentu á atriði, eins og reynsluleysi og þekkingarleysi starfsfólks, sem foreldrarnir upplifðu stundum sem fordóma og virðingarleysi. Mæður töldu að fræðslu og upplýsingagjöf, bæði til starfsfólks og foreldra, væri ábótavant. Einnig getur þekkingarleysi og tungumálaerfiðleikar foreldra haft áhrif á aðlögunina og gott foreldrasamstarf. Til þess að hægt sé að koma með raunhæfar tillögur um úrbætur þyrfti hugsanlega að gera úttekt á stöðu þessara mála eins og hún er í dag og styðjast meira við hugmyndir gagnrýninnar fjölmenningarhyggju, en hún leggur meðal annars áherslu á að breytingar í leikskólastarfi þurfi að eiga rætur að rekja til breytinga í samfélaginu.

Samþykkt: 
  • 14.10.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26254


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf170.88 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Reynsla og upplifun mæðra af filippínskum uppruna af aðlögun barna sinna í íslenskum leikskólum.pdf1.52 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna