is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26259

Titill: 
  • Ég mátti ekki vera með og leika og ég bara fara : félagsleg tengsl og vinátta 5-6 ára barna af erlendum uppruna
  • Titill er á ensku I not allowed to play and I just leave : the social relations and friendships of 5-6 year old children of foreign origin
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið með þessari rannsókn er að skoða félagsleg tengsl og vináttu leikskólabarna af erlendum uppruna á aldrinum 5–6 ára. Fjallað er um núverandi þekkingu á fræðasviðinu og skoðaðar erlendar og íslenskar rannsóknir. Í þeirri umfjöllun er sjónum beint að mikilvægi félagslegra tengsla og vináttu, samskiptum og menningu barna og birtingarmynd eineltis hjá leikskólabörnum. Til að setja efnið í samhengi við leikskólann er einnig fjallað um heimamenningu, skólamenningu, fjölmenningarlega kennsluhætti og hlutverk kennarans í að styðja við félagsleg tengsl. Í rannsókninni er beitt eigindlegri aðferðafræði sem byggir á því að kanna reynslu og upplifun einstaklinga. Leitað er til barnanna sjálfra og þeim gefið tækifæri til að lýsa sínum veruleika. Beitt er fjölbreyttum og barnvænum leiðum við gagnaöflun. Í því sambandi má nefna hópviðtöl, einstaklingsviðtöl, myndbandsupptökur, vettvangsnótur, ljósmyndir og teikningar. Fjögur börn af erlendum uppruna eru lykilþátttakendur í rannsókninni en í heild koma 21 barn að henni. Lagt var upp með eftirfarandi rannsóknarspurningar: Hvernig upplifa börn af erlendum uppruna félagsleg tengsl sín og vináttu við jafningja? Hvernig er birtingarmynd félagslegra tengsla barna af erlendum uppruna við jafningja? Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að félagsleg tengsl barnanna eru viðkvæm. Merki eru um að styðja þurfi betur samskipti barnanna í hópnum og tryggja virka þátttöku þeirra í skólastarfinu. Ákveðnir þættir höfðu hamlandi áhrif á félagsleg tengsl þeirra innan hópsins sem kom fram í því að þau höfðu ekki sömu möguleika til samskipta og íslensku börnin. Jafnframt mátti sjá vísbendingar um að börnin yrðu fyrir höfnun og að ákveðin valdastaða og goggunarröð væri til staðar innan hópsins. Von mín er sú að niðurstöður rannsóknarinnar beini sjónum að félagslegum tengslum barna af erlendum uppruna og auki skilning á veruleika þeirra í leikskólanum; jafnframt að rannsóknin verði innlegg í umræðu um fjölmenningarlega kennsluhætti í leikskólum.

  • Útdráttur er á ensku

    The goal of this research is studying the social relations and friendships of pre-school children of foreign origin aged 5–6 years. International and local theory and research is explored with the focus on social relations, friendships, interaction between children and children’s culture as well as manifestations of bullying at the pre-school. In order to draw attention to the context of the pre-school level, the concepts of home culture, school culture, multicultural teaching methods and the role of the teacher in supporting social relations are also discussed. The study used qualitative research methods, based on studying the experience of individual children. Varied and child-friendly methods were used in collecting the data: group interviews, individual interviews, videos, field notes, photographs and drawings. Four children of foreign origin were key participants in the study, in total twenty-one children were involved. The research questions are: How do children of foreign origin experience social relations and friendships with their equals? What is the manifestation of the social relations of children of foreign origin with their equals? Results indicate that the key participant children’s social relations are delicate. There are signs of a need to better support the communication of the children in the group and to guarantee their active participation in schoolwork. Certain factors were restricting social relations in the group, resulting in the children having fewer opportunities to communicate than the Icelandic children did. Furthermore, there were signs of rejection towards these children and that a certain hierarchy and pecking order prevailed inside the group. It is my hope that the results of this study may cast a light on the social relations of children of foreign origin and deepen the understanding of their reality at the pre-school level. Hopefully it will also be a contribution to the discussion about multicultural teaching methods in pre-schools.

Samþykkt: 
  • 14.10.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26259


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing_SRV_Lokav._M.Ed_2016.pdf383.19 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Med-ritgerd-lokaSvava_Ran2016.pdf961.03 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna