is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26296

Titill: 
  • Hreyfing til sköpunar : samband hreyfingar og skapandi virkni
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Sem einstaklingur í skapandi námi en alin upp í heimi íþrótta hef ég lengi haft áhuga á þau áhrif sem hreyfing hefur á skapandi einstaklinga. Í fjölda ára hafa listamenn verið þekktir fyrir óheilbrigt líferni. Getur það verið hins vega verið að regluleg hreyfing geti haft jákvæð áhrif á sköpun þeirra og sköpunarferli? Í ritgerð þessarri mun ég velta fyrir mér þessum staðalímyndum listamanna og íþróttafólks og hvort það geti verið ein og sama manneskjan.
    Með hjálp japanska rithöfundarins Haruki Murakami skoða ég áhrif langhlaupa á skapandi virkni ásamt því að rýna í viðtal sem ég tók við myndlistakonuna Ósk Vilhjálmsdóttur. Hreyfing á borð við hlaup, fjallgöngur og jóga eru í forgrunni í ritgerðinni en einnig mun ég líta á niðurstöður rannsóknar sem gerð var í Hollandi árið 2012. Rannsókn þessi skoðar einmitt áhrif reglulegrar hreyfingar á skapandi virkni.
    Flestum okkar er ljóst hve mikilvæg hreyfing er fyrir andlega heilsu okkar en svo virðist sem andleg heilsa hefur ekki alltaf gegið hönd í hönd við lífstíl margra listamanna. Að komast í tengingu við sköpunarkjark sinn krefst mikils aga, á sama tíma og nauðsynlegt er að veita meðvitund okkar ákveðna eftirgjöf. Hreyfing gæti einmitt verið það sem til þarf til að taka sköpun okkar á nýjar slóðir.

Samþykkt: 
  • 27.10.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26296


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BAritgerð - ready.pdf2.74 MBLokaðurHeildartextiPDF