is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26307

Titill: 
  • Hvernig nýtist fagþekking þroskaþjálfa í skólastarfi og stuðningi? : stuðningur við nemendur með athyglisbrest án ofvirkni á mið- og unglingastigi grunnskóla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur verkefnisins er að svara spurningunni um hvað þroskaþjálfar geta gert fyrir nemendur með athyglisbrest án ofvirkni (ADD) á mið- og unglingastigi almennra grunnskóla á Íslandi. Markmiðið er einnig að benda á mikilvægi framlags þroskaþjálfa til nemenda með ADD í almennum grunnskólum hér á landi. Þá verður meðal annars fjallað um starfskenningu þroskaþjálfa, þróun sjálfsmyndar, lög, reglugerðir, skólastefnur, úrræði og annað sem málinu tengist. Þegar kemur að nemendum með ADD á mið- og unglingastigi almennra grunnskóla á Íslandi eru viðeigandi stuðningur og inngrip afar mikilvæg og hafa ekki einungis jákvæð áhrif fyrir nemendurna heldur samfélagið í heild. Með því að grípa sem fyrst inn í og veita réttan stuðning minnka meðal annars líkurnar á að nemendurnir fái lyndisröskun á borð við kvíða og þunglyndi, leiðist út í neyslu og afbrot eða sýni aðra óæskilega hegðun. Framlag þroskaþjálfa til almennra grunnskóla og nemenda með ADD eykur líkurnar á því að nemendurnir öðlist jákvæðari sjálfsmynd, meiri seiglu, betri félagsfærni og gangi betur í námi og félagslífi. Niðurstaðan í hnotskurn er sú að fagmenntun þroskaþjálfa gerir þá tilvalda til að veita nemendum með ADD viðeigandi og fjölbreyttan stuðning í námi, samskiptum og fjölmörgu öðru í þeirra daglega lífi.

Samþykkt: 
  • 31.10.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26307


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_lokaverkefni_2016_Elin_og_Linda.pdf1 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Utfyllt_yfirlysing_til_skemmunar .pdf904.42 kBLokaðurYfirlýsingPDF