is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26320

Titill: 
  • „Hún er náttúrlega kannski skrefi á undan þeim sem hún var með í leikskóla sem eru þar ennþá“ : val foreldra á fimm ára deild í sjálfstætt starfandi grunnskóla
  • Titill er á ensku "She definitely is ahead of her peers who are still in kindergarten" : parents choosing a privately run elementary school for five year old instead of kindergarten enrollment in their catchment area
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Á undanförnum áratugum hefur gætt aukinnar markaðsvæðingar í íslenska menntakerfinu líkt og víða annarsstaðar. Það hefur meðal annars haft í för með sér að sjálfstætt starfandi skólum hefur fjölgað og möguleikar foreldra til að velja á milli skóla fyrir börnin sín hafa aukist. Þrátt fyrir þessa þróun hefur þessi vettvangur ekki verið rannsakaður mikið hér á landi, en erlendis hefur komið í ljós að opið skólaval foreldra virðist henta ákveðnum foreldrahópum og börnum þeirra betur en öðrum. Ýmsar afleiðingar hafa verið raktar til þessa og má sem dæmi um þær nefna félagslega aðgreiningu á milli skóla. Ritgerð þessi skýrir frá framkvæmd og niðurstöðum tilviksrannsóknar þar sem skoðað var það val foreldra að flytja börn sín úr hverfisleikskólum yfir í deild fyrir fimm ára börn í sjálfstætt starfandi grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu. Skoðaðar voru ástæður þess að foreldrarnir tóku þessa ákvörðun og hvort og þá á hvaða hátt staða þeirra (t.d. fjárhags- og menntunarleg) hafði áhrif á valið. Markmiðið rannsóknarinnar var jafnframt að kanna hvort öll fimm ára börn hafi jafna möguleika á að stunda nám í hvaða skóla sem er á höfuðborgarsvæðinu líkt og lög gera ráð fyrir. Gagna var aflað með einstaklingsviðtölum við sjö mæður sem búa yfir þessari reynslu, með upplýsingaöflun af veraldarvefnum og með símaviðtölum og tölvupóstssamskiptum við starfsmenn sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Í rannsókninni var stuðst við auðmagnskenningar Bourdieu. Flestar mæðurnar vildu að börnin þeirra fengjust við grunnskólamiðaðri viðfangsefni en stóðu til boða í leikskólunum. Þær töldu að það fengist með vali á fimm ára deildinni og hluti þeirra var þeirrar skoðunar að með námi þar gætu börnin því náð forskoti á jafnaldra sem héldu áfram í leikskólunum. Þá litu einhverjar þeirra svo á að í þeim skóla væri námsfriður meiri en í skólum í almenna skólakerfinu. Í rannsókninni komu fram vísbendingar um að menningar- og félagsauður mæðranna hefði haft áhrif á val þeirra, en það ásamt fjárhagsauði eru þættir sem rannsóknir hafa sýnt fram á að geti valdið aðgreiningu í skólakerfinu á milli hærri og lægri stétta. Áhrif fjárhagsauðs var aftur á móti ekki hægt að greina með afgerandi hætti, en þó þykir ljóst að námi barnanna í fimm ára deildinni hefur fylgt eitthvað meiri kostnaður og fyrirhöfn en ef þau hefðu haldið áfram í hverfisleikskólunum. Við kortlagningu á skólavalsvettvangi fimm ára barna á höfuðborgarsvæðinu kom meðal annars í ljós að sveitarfélögin þar hafa töluvert frelsi til þess að móta innritunar- og gjaldtökureglur vegna leikskóla og er mismunandi hvernig þar er tekið tillit til félagslegrar stöðu foreldra og barna þeirra.

  • Útdráttur er á ensku

    Marketisation has, in recent years, emerged as a dominant discourse in shaping Icelandic education policies and communities, resulting in an increase of privately run schools and greater parental choice. Despite this evolution, it is a relatively unknown territory in Icelandic educational research scene. International research indicates that increased parental choice fits certain groups of parents and pupils better than others. This has had various consequences with regard to social class segregation between and within schools. This paper presents the findings of a case study that explores the parental choice of transferring their five year old children out of their local kindergartens into a privately run elementary school, named Hólaskóli in this research. As part of the research design it was decided that parent interviewees needed to reside in distant school zone or in another school district than the school in question. The research gives an overview of the field of early childhood education for five-year-olds from both nursery and primary school perspectives, as well as the effect of the social and economic background of the parents. Each of the seven cases was explored by conducting a) an in-depth open-ended interview with mothers choosing Hólaskóli over their local kindergarten, b) collection of online information about Hólaskóli and the kindergartens in question and c) through email and telephone communication with public employees. Bourdieu‘s theoretical framework based on the core concepts of field, capital and habitus was utilized for the research. It became clear during the mapping of the school choice field for five-year-olds in the metropolitan area of Reykjavik, that admission requirement among the municipalities differed considerably in terms of reducing the effects of social class, marital status and other factors shaping families economic capital. The results indicate that most of the mothers in question wanted to enhance their children‘s competitiveness on the school market and by choosing Hólaskóli they belived their children would experience more academically demanding assignments and less free play which would be, in their view, a better preparation. Some of them believed that a privately run elementary school would ensure quality of education and their children would gain educational advantage over their peers in kindergarten. Some of them believed that privately run schools offered a more peaceful study environment due to the stricter admission requirements and thus a different student composition.

Samþykkt: 
  • 31.10.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26320


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Júlíana Vilhjálmsdóttir - lokaskil - sumar 2016.pdf1.64 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Júlíana Vilhjálmsdóttir-yfirlýsing lokaverkefni.pdf177.87 kBLokaðurYfirlýsingPDF