is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26321

Titill: 
  • Læsi er lykill að framtíðinni : undirbúningur læsisstefnu í leik- og grunnskóla
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Meginmarkmið verkefnisins var að skoða hvernig staðið er að læsismenntun í einum leikskóla og einum grunnskóla í dreifbýlis sveitarfélagi á Suðurlandi. Leitast var við að kortleggja helstu styrk- og veikleika í því samhengi, hvernig staðið er að þjálfun og eflingu læsis á öllum skólastigum, snemmtækri íhlutun, stuðningi við tvítyngda nemendur, hvernig árangur barna er metinn og hvernig niðurstöðurnar hafa verið nýttar til umbóta í kennslu læsis. Einnig var skoðað hvaða áherslur kennarar vildu helst sjá í sameiginlegri lestrarsstefnu leik- og grunnskóla.
    Gerð var eigindleg tilviksrannsókn þar sem tekin voru viðtöl við kennara í leik- og grunnskóla sveitarfélagsins og kennsluráðgjafa í nágrannasveitarfélagi. Skjalarýni var framkvæmd sem fólst m.a. í samantekt á niðurstöðum samræmdra prófa í íslensku á fimm ára tímabili sem voru bornar saman við sambærilegar tölur frá Suðurlandi og landinu öllu. Niðurstöður Orðalykils, sem er staðlað orðaforðapróf, voru skoðaðar en prófið var lagt fyrir að hausti og aftur að vori.
    Niðurstöður sýndu að í leikskólanum er unnið með hljóðkerfisvitund og málþroska í gegnum leikinn, skimað er reglulega fyrir málþroskafrávikum og íhlutun í kjölfarið fyrir þau börn sem þurfa. Fram kom að tímaleysi hamlaði stundum markvissri vinnu og auka þyrfti skipulag og skilgreina betur vinnustundir t.d. með markvissri málörvun, orðaforðavinnu og sögulestri. Í grunnskólanum er mikil áhersla á stafa- og hljóðakennslu, umskráningu og lesfimi í yngstu árgöngunum en lestrarþjálfun hefur ekki verið nægilega vel sinnt á mið- og unglingastigi og reglulegri lestrarþjálfun hætt of snemma. Fram kemur að orðaforði og lesskilningur eru þeir þættir lestrarkennslunnar sem leggja þarf meiri áherslu á, á öllum skólastigum en samkvæmt rannsóknum spáir orðaforði best fyrir um gengi í lesskilningi. Skjalarýni sýndi að undanfarin ár hafa orðið framfarir í læsisþáttum í öllum árgöngum í sveitarfélaginu, en betur má ef duga skal. Í viðtölum kom fram aukin meðvitund um gagnsemi mælitækja og snemmtækrar íhlutunar.
    Kennarar í leik- og grunnskólanum voru sammála um að leggja þyrfti áherslu á samfellu í mál- og læsiskennslu allt frá leikskóla og upp grunnskólann auk þess að samræma þyrfti viðmið um árangur, skimanir og kennsluaðferðir. Það er von mín að niðurstöður þessa verkefnis muni nýtast við gerð læsisstefnu fyrir leik- og grunnskóla sveitarfélagsins þar sem fram munu koma; markmið, kennsluaðferðir, námsefni, matstæki, viðmið og úrræði fyrir hvern árgang leik- og grunnskólans er varðar bernskulæsi og lestrarnám.

Samþykkt: 
  • 31.10.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26321


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni KH.pdf1.48 MBLokaður til...13.04.2035HeildartextiPDF
yfirlysing skemman Kolbrun H..pdf203.77 kBLokaðurYfirlýsingPDF