is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2632

Titill: 
  • Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að skoða og skilja markhópinn unglingar, sem í könnuninni var skilgreindur 12-17 ára. Eftirfarandi spurningum var ætlað að svara:

    Eyðsla unglinga og hvort þeir leggja pening til hliðar?

    Netnotkun unglinga, hvernig nota unglingar netið?

    Kaupa unglingar á netinu? Kaupa unglingar á Myspace?
    Alls tóku 377 unglingar þátt í könnuninni, en tekið var þægindaúrtak 400 unglinga. Spurningalistinn var lagður fyrir á tímabilinu 28. október – 5. nóvember 2008 í tveimur grunnskólum og tveimur framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu. Spurningalistinn var í öllum tilfellum lagður fyrir af kennurum í lífsleikni og tókst fyrirlögn mjög vel. Eftir að gagnaöflun lauk var gögnunum slegið inn í SPSS til frekari úrvinnslu.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að unglingar nota internetið aðallega til að vera í samskiptum við fólk. Unglingar eyða ekki öllum þeim pening sem þeir vinna sér inn, þrír af hverjum fjórum leggja pening fyrir og 70% allra unglinga nota internetið fyrst og fremst til að vera í samskiptum við fólk. Unglingar kaupa ekki mikið á netinu, helmingur þeirra hefur einhvern tímann keypt, en aðeins 5 unglingar eða 1,3% kaupa reglulega. Einungis höfðu 8% unglinga keypt á MySpace og þar voru 16 og 17 ára unglingar flestir.

Athugasemdir: 
  • Útdráttur er einnig á ensku í skjalinu sjálfu.
Samþykkt: 
  • 11.10.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2632


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ttir_fixed.pdf428.98 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna