is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2636

Titill: 
  • Erlent vinnuafl á Íslandi og áhrif fjármálakreppunnar á stöðu þess
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Árið 2000 bjuggu 2,6% af íbúum heimsins, eða 160 milljónir manna, í öðru landi en því sem að þeir fæddust í eða hafa ríkisborgararétt í. Fólksflutningar hafa aukist í kjölfarið á ört stækkandi alþjóðlegu hagkerfi og aukningu í flæði fjármagns, viðskipta og tækni á milli landa. Ýmsir áhrifavaldar liggja að baki fólksflutningum og er hægt að útskýra þá einfaldlega með framboði og eftirspurn. Með framboði er átt við þá þætti sem að hvetja fólk til að flytjast til ákveðins lands. Eftirspurn eftir vinnuafli skapast hins vegar aðallega af tveimur ástæðum, lýðfræði og aukinni eftirspurn eftir faglærðu starfsfólki.
    Fólki hefur á seinni árum verið gert auðveldara að flytjast á milli landa í leit að atvinnu eða til dvalar. Ýmsir samningar hafa verið gerðir sem að heimila frjálst flæði vinnuafls á milli landa. Það gerir verkafólki kleift að ferðast hömlulaust á milli landa í atvinnuleit og til búsetu. Ísland er aðili að tveimur slíkum samningum. Árið 1954 var undirritaður samningur um sameiginlegan norrænan vinnumarkað sem heimilaði Norðurlandabúum að setjast að og stunda atvinnu í öðrum Norðurlöndum án vandkvæða. Einnig er Ísland aðili að samning um evrópska efnahagssvæðið (EES), sem tók gildi 1.janúar 1994. Gerir hann aðildarríkjum EFTA, þ.e. Noregi, Liechtenstein og Íslandi, kleift að taka þátt á innri markaði ESB ríkjanna. Hefur EES-samningurinn haft umtalsverð áhrif á atvinnulöggjöf Íslands.
    Undanfarin ár hefur fólksfjölgun hér á landi verið töluvert mikil og er hún umtalsvert meiri hér en annars staðar í Evrópu. Má að miklu leyti rekja þessa fólksfjölgun til flæðis erlends vinnuafls til landsins. Í byrjun ársins 2008 töldu erlendir ríkisborgarar um 6,8% af mannfjölda Íslands, eða 21.434. Það er tæp þreföldun í fjölda síðan árið 2000.
    Árið 2007 var stærsti hluti þeirra erlendu ríkisborgara sem dveljast hérlendis frá Evrópu, eða um 80%. 12% komu frá Asíu, 6% frá Ameríku og 2% annarsstaðar frá.
    Í kjölfar mikilla sviptinga í efnahagslífi Íslands má búast við því að árið 2009 verði afdrifaríkt ár. Atvinnulíf landsins hefur lent í miklum hremmingum og er staða vinnumarkaðarins mjög slæm. Vænta má mikilla aukninga í atvinnuleysi og segja spár að það muni verða í kringum 10%. Búast má við því að fjármálakreppan hafi umtalsverð áhrif á veru erlends vinnuafls hér á landi. Því er spáð að erlendum ríkisborgurum fækki í 10 þúsund og að atvinnuleysi meðal þeirra fari hæst í um 14% á vormánuðum 2009.

Samþykkt: 
  • 14.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2636


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
vinnuafl_fixed.pdf385.92 kBLokaðurHeildartextiPDF