is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26397

Titill: 
  • Stuðningsúrræðið Morgunhani. Upplifun, reynsla og hugmyndir um úrbætur
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Úrræðið Morgunhani er samvinna heimilis, skóla og Þjónustumiðstöðvarinnar í Breiðholti og snýr að bættri skólasókn og ástundun nemenda. Helsta markmiðið með úrræðinu er að styðja börn og unglinga til þess að mæta í skólann og stuðla þannig að góðu námsgengi og félagslegri stöðu þeirra. Meginmarkmiðið með rannsókninni er að kanna upplifun og reynslu foreldra og þeirra sem veittu stuðninginn af úrræðinu og fá fram tillögur þeirra að breytingum. Við rannsóknina voru notaðar eigindlegar rannsóknaraðferðir og tekin sex viðtöl við ofangreinda aðila. Einnig var stuðst við upplýsingar úr dagálum og skýrslum úr málaskrá Reykjavíkurborgar. Rannsóknir hafa sýnt fram á margt sem getur haft áhrif á skólasókn barna, þar á meðal félagslegar aðstæður, tengsl við foreldra, líðan og námserfiðleika. Helstu niðurstöður gáfa til kynna að úrræðið hafi komið of seint og vandinn þar með þróast í of langan tíma. Af þeim sökum skilaði úrræði ekki bættri námsástundun í öllum tilvikum. Auk þess komu fram ábendingar varðandi það sem betur mætti fara í úrræðinu en að mati foreldra hefði það mátt standa yfir í lengri tíma. Einnig kom fram að eftirfylgni var talin nauðsynleg til að úrræðið skili tilsettum árangri. Mikilvægt er að styðja við bakið á þeim sem þurfa og grípa inn í eins fljótt og hægt er ef vísbendingar eru um erfiðleika í námi þar sem það að ljúka grunnskóla er talið grundvallaratriði fyrir framtíð einstaklings.

  • Útdráttur er á ensku

    Morguhani is a programme for children and youth who are at risk of poor school attendance. It’s a co-operative project between Breiðholt’s service centre, primary schools and parents and has been implemented in collaboration with primary schools in the area of the service centre. The main objective of the measure is to support children and youth to attend school and increase their chances for success, academically and socially. The main objective of the study is to examine the experiences of all the parties and elicit their suggestions for improvement. Qualitative research with six qualitative interviews was used. Interviews and journals of the register of Reykjavík were also used. Researches have shown many things that can affect children’s school attendance. The most important things are the environment they grow up in, connection with parents, feelings and learning difficulties. The main results of this research indicate that the intervention came too late for the student´s or when the problem was too large to fix it. The results of the research suggest that some improvements might be done, for example the length of the project and lack of follow up. The parent’s opinions were that for the program to be more successful it needs to be conducted over longer periods and that follow-up is vital. It’s important to help those who need by making an intervention as soon as possible if there are any indications about learning difficulties, because to complete a primary school is fundamental for children’s future.

Samþykkt: 
  • 22.11.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26397


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
yfirlysing.jpg37.7 kBLokaðurYfirlýsingJPG
Morgunhani-sjofnolafsdottir.pdf1.29 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna