is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26412

Titill: 
  • QuizUp á umrótartímum: Agile aðferðafræðin í útfærslu íslensks nýsköpunarfyrirtækis
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Rannsóknarverkefni þetta var framkvæmt í samstarfi við íslenska hugbúnaðarfyrirtækið QuizUp og markmið þess var að kanna viðhorf starfsmanna til útfærslu Agile aðferðarfræðinnar sem notuð er innan fyrirtækisins. Að auki kannaði rannsakandi starfsánægju og viðhorf starfsmanna til starfs síns og vinnuumhverfis en miklar skipulagsbreytingar áttu sér stað á meðan á framkvæmd rannsóknarinnar stóð.
    Í rannsókninni var notast við bæði megindlega- og eigindlega aðferðafræði en rannsakandi taldi að blanda beggja aðferða myndi ýta undir nákvæmari og skýrari niðurstöður. Megindlega aðferðafræðin fól í sér spurningalista sem rannsakandi hannaði og var sendur á alla starfsmenn QuizUp. Eigindlega aðferðafræðin fól í sér að framkvæmd voru tíu viðtöl við starfsmenn fyrirtækisins sem valdir voru af handahófi. Einnig var þátttökuathugun framkvæmd innan fyrirtæksins.
    Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að þrátt fyrir skiptar skoðanir á ýmsum eiginleikum aðferðafræðinnar séu starfsmenn QuizUp almennt ánægðir með útfærslu Agile innan fyrirtækisins og telji ávinning hennar greinilegan. Út frá niðurstöðunum má einnig draga þá ályktun að Agile aðferðafræðin henti starfsháttum og andrúmslofti fyrirtækisins vel.
    Að sama skapi benda niðurstöðurnar til þess að viðhorf starfsmanna til starfs síns og vinnuumhverfis sé að mestu jákvætt.

Athugasemdir: 
  • Athugasemdir er á ensku Viðskiptafræðideild hefur samþykkt lokaðan aðgang að þessari ritgerð í fimm ár.
Samþykkt: 
  • 23.11.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26412


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
yfirlýsing_skemma.pdf222.91 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Ritgerð_lokaútgáfa_senda_skemmu.pdf5.66 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna