is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26450

Titill: 
  • Vísindalæsi og hugtakaforði : kennsluaðferðir sem efla vísindalæsi og hugtakaforða í náttúruvísindum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar ritgerðar er tvíþætt. Annars vegar er leitast við að draga fram gildi hugtakaforða og vísindalæsis í náttúruvísindum og mikilvægi þess að efla þessa þætti. Hinsvegar er markmiðið að greina frá kennsluaðferðum sem taldar eru árangursríkar til þess.
    Sjónum er beint að rannsóknum og skrifum íslenskra og erlendra sérfræðinga en samkvæmt þeim hefur orðið talsverð afturför í hæfni íslenskra nemenda í vísindalæsi. Fræðimenn mæla með þjálfun nemenda í lestri mismunandi textagerða. Samt sem áður sýna niðurstöður rannsókna að í grunnskólum er gjarnan lögð áhersla á lestur frásagnartexta á kostnað upplýsingatexta og því fara nemendur á mis við dýrmæta reynslu sem byggir upp bakgrunnsþekkingu. Tungumálið er uppspretta þekkingar í faginu og er vísindatexti að miklu leyti byggður upp af hugtökum. Samkvæmt fræðimönnum er góður hugtakaforði einn af lykilþáttum árangurs í námi náttúruvísinda.
    Kenningar hugsmíðahyggju, úrvinnslu þekkingar og skema eru samhljóma um að merkingarsköpun eigi sér stað þegar mynduð er brú á milli nýrrar þekkingar og reynslu nemenda. Mikilvægir lykilþættir sem kenningarnar byggja á eru bakgrunnsþekking, reynsla, áhugahvöt, virkni, samvinna, orðræða, námsvitund, rökhugsun og umhverfi.
    Rannsóknir sýna góðan árangur kennsluaðferða sem byggðar eru upp í anda ofangreindra kenninga og lykilþátta. Nefna má CORI (e. concept-oriented reading instructions) kennslukerfið sem hefur náð marktækum árangri í eflingu áhugahvatar, lesskilnings, hugtakaforða og þekkingu nemenda á vísindum. Þróunarverkefnið Orð af orði hefur einnig náð árangri í auknum lesskilningi og námsárangri grunnskólanemenda með kennsluaðferðum sínum.
    Niðurstaðan er sú að efling á hugtakaforða og vísindalæsi er talin mikilvæg til að ná árangri í náttúruvísindum. Áhrifaríkar kennsluaðferðir í þessu sambandi og sem valdar eru af höfundi í þessu verki eru hugtakagreining, hugtakakort og gagnvirkur lestur. Kennsluaðferðirnar má samþætta til frekari árangurs, þær byggja á ofangreindum kenningum og lykilþáttum og eru þar af leiðandi áhrifaríkar kennsluaðferðir sem má nýta til að auka hugtakaforða og vísindalæsi í náttúruvísindum.

  • Útdráttur er á ensku

    The main objective is acknowledging the importance of increasing concept knowledge and scientific literacy in science education as well as identifying effective strategies for this purpose. We based our findings on Icelandic and foreign research related to the subject matter. They conclude that there has been a decadence in students ability of comprehending scientific literacy. Philosophers state the importance to teach students to read different types of genres. Research on the other hand indicates that reading lessons in primary schools emphasize on narrative texts. For that reason students miss out on important experience that builds up backround knowledge. The language of science is the source of knowledge where scientific literacy is largely made up of concepts. Concept knowledge is considered to be one of the key factors for achievement in science understanding.
    Constructivism, information process and scema consider that knowledge is produced when connection is made between new information and experience. Important key factors that the theories are based on are background knowledge, experience, motivation, activity, cooperation, dialogue, metacognition, reasoning and environment. Research on strategies with stated properties show good results. For example, CORI (e. Concept-oriented reading instructions) is an instructional program that shows significant success in improving motivation, comprehension, concept knowledge and scientific knowledge. Another project called Word by word offers effective strategies that has shown success in increasing comprehension and academic results in primary schools.
    The conclusion is that improving concept knowledge and scientific literacy is considered very important for success in science. The author selected strategies that consist of the theories stated and key factors, with emphasize on motivation and activity. They are concept analysis, concept map and reciprocal reading. They can be practised on their own or intergrated for further success and are effective for increasing concept knowledge and scientific literacy in science education.

Samþykkt: 
  • 14.12.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26450


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Herdís Magnúsdóttir_meistararitgerð.pdf1.15 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna