EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/2648

Title
is

Breyting á trú einstaklinga á eigin getu í meðferð vegna offitu á endurhæfingarstofnunum

Abstract
is

Tilgangur rannsóknarinnar var að athuga hvort trú á eigin getu til að bæta matar- og hreyfivenjur breyttist á meðan offitumeðferð stóð. Þátttakendur voru 29 einstaklingar í fyrstu dvöl offitumeðferðar á endurhæfingarstofnunum hérlendis. Samstarfsaðilar voru Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupsstað, Kristnesspítali og Reykjalundur. Lagður var fyrir tvískiptur spurningalisti sem kannaði trú einstaklinganna á eigin getu til að breyta annars vegar matar- og hins vegar hreyfivenjum til lengri tíma. Spurningalistinn var lagður tvisvar fyrir, í upphafi dvalar og aftur í lok dvalar 5 vikum síðar.
Niðurstöður leiddu í ljós að meðaltalsútkoma úr spurningalistanum var 78% í upphafi en 87% í lok dvalar og reyndist það vera marktæk breyting. Einnig komu fram marktækar breytingar þegar hreyfingarhlutinn og matarvenjuhlutinn voru skoðaðir hvor fyrir sig.
Niðurstöður rannsóknarinnar studdu megintilgátu okkar; að trú á eigin getu aukist eftir því sem líður á offitumeðferð.

Accepted
15/05/2009


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
endurhaefingarstof... .pdf973KBOpen Complete Text PDF View/Open