is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26542

Titill: 
  • „Fræðslustjóri að láni“: Stjórnun starfsþróunar innan fyrirtækja
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Mikilvægi markvissrar þróunar mannauðs hefur aukist á síðustu árum með aukinni samkeppni á vinnumarkaði. Fyrirtæki og stofnanir hafa því þurft að finna nýjar aðferðir til þess að bæta árangur starfsmanna og auka raunfærni þeirra. Með markvissri stjórnun á fræðslu og starfsþróun er verið að efla starfshæfni og færni starfsmanna sem hefur áhrif á frammistöðu þeirra í starfi. Með því er verið að bæta skilvirkni skipulagsheildarinnar og samkeppnishæfni hennar í gegnum starfsmenn (Inga Jóna Jónsdóttir, 2007; Mankin, 2009).
    Markmið þessarar rannsóknar er að varpa ljósi á verkefnið Fræðslustjóri að láni og skapa skilning á gildi þess. Verkefnið felur í sér að fyrirtæki geta sótt um að fá fræðslustjóra sem greinir fræðslu- og þjálfunarþarfir innan fyrirtækisins. Fræðslustjórinn leggur fram fræðslu- og símenntunaráætlun sem leggur grunn að markvissri fræðslu starfsmanna.
    Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að helsta ástæðan fyrir því að farið var af stað með verkefnið Fræðslustjóri að láni var sú að starfsmenntasjóðirnir vildu að fræðslan sem þeir væru að styrkja væri markviss og væri í raun og veru að nýtast starfsmönnum fyrirtækjanna í starfi sínu. Niðurstöðurnar sína einnig að ferlið er byggt á fyrsta skrefinu í markvissri stjórnun á fræðslu og starfsþróun, sem er þarfagreining fræðslu og þjálfunnar. Upplifun og reynsla stjórnenda sem fengið hafa Fræðslustjóra að láni var almennt góð og mæla þeir allir með því að fyrirtæki nýti sér þennan valkost. Ávinningur fyrirtækjanna var mikill. Sem dæmi má nefna: Starfsánægja starfsmanna, skýrari verkferlar, minni starfsmannavelta og aukið samkeppnisforskot.

Samþykkt: 
  • 9.1.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26542


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fræðslustjóri að láni - Ásrún Jóhannesdóttir.pdf1.95 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing - Ásrún Jóhannesdóttir.pdf2.65 MBLokaðurYfirlýsingPDF