is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26584

Titill: 
  • „Hvað með börnin,“ sögðu allir. - „Hvað með börnin!“ Siðafár í tónlist á Íslandi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari greinargerðar er reynt að varpa ljósi á hvernig viðbrögð fólks á Íslandi voru þegar nýstárleg tónlist fór að hljóma úr lampaknúnum viðtækjum landsmanna. Svo virðist vera að ákveðið mynstur endurtaki sig í tímans rás þegar ný tónlistar¬stefna kemur fram. Um er að ræða ákveðið hegðunarmynstur fólks í samfélaginu sem kallað er siðafár.
    Siðafár er það tilfelli þegar eitthvað fyrirbæri, einstaklingur eða atvik er skilgreint sem frávik frá hinu heilbrigða og eðlilega í samfélaginu og veldur ótta og andstöðu. Frávikin geta verið matvæli, fatatíska, leikföng, sjónvarpsefni, glæpir, tónlist eða aðrir menningarkimar.
    Menningarkimar ungs fólks hafa lengi verið skotmark í þessum efnum og er þá oftar en ekki talað um að sú menning sé andhverfa hins heilbrigða samfélags. Unglingamenning hefur í tímans rás verið skilgreind sem einhvers konar þjóðarskelfir, sjúk menning sem valdi siðferðisglötun og jafnvel hnignun tungumáls og þjóðmenningar.
    Það sem einkennir siðafár er að ákveðnir „rétthugsandi“ einstaklingar finna sig knúna til þess að bjarga okkur hinum frá þessari aðsteðjandi ógn. Aðgerðir geta verið af ýmsum toga en það sem er áberandi eru skrif siðapostula, menningarfrömuða og annarra góðborgara, hræðsla fullorðinna, boð og bönn.
    Í þessu verkefni er fjallað um viðbrögð við nýjungum í tónlist á Íslandi í gegnum tíðina. Sjónum verður beint að rokki, þungarokki og rappi. Niðurstöður er síðan settar fram í þremur útvarpsþáttum. Svo virðist vera að siðafár hafi verið ögn mildara hér á landi en annars staðar í heiminum, en best er að leyfa gögnunum að tala sínu máli.

Samþykkt: 
  • 11.1.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26584


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA Ritgerð - Rebekka Blöndal.pdf924.04 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Handrit rokk - þáttur eitt - í sniðmát.pdf337.49 kBOpinnViðaukiPDFSkoða/Opna
Handrit metal - Þáttur tvö - Í sniðmát.pdf466.99 kBOpinnViðaukiPDFSkoða/Opna
Handrit rapp- þáttur þrjú - Í sniðmát.pdf466.43 kBOpinnViðaukiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlýsing.pdf137.43 kBLokaðurYfirlýsingPDF