EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Hugvísindasvið>B.A. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/26588

Title
is

Verkalýðsdagurinn - dagur einingar og sundurlyndis: 1. maí og baráttan um verkalýðsfélögin á Siglufirði 1929-1939

Submitted
January 2017
Abstract
is

Siglufjörður var einn fjölmennasti verkamannabær á landinu á millistríðsárunum. Meirihluti bæjarbúa var verkafólk og þar reis snemma upp sterkt verkalýðsfélag, Verkamannafélag Siglufjarðar. Félagið var áhrifamikið, bæði í bæjarpólitíkinni og í verkalýðsmálum á Norðurlandi. Deilur milli jafnaðarmanna og kommúnista innan félagsins klufu þó félagið árið 1934 og verkalýðurinn á Siglufirði sundraðist í andstæðar fylkingar. Að lokum tókst þó að sameina verkamenn aftur í eitt félag undir merkinu Þróttur, árið 1937 en átökin skyldu eftir sig djúp sár sem voru lengi að gróa.
Segja má að bæði fyrir og eftir klofningu hafi samskipti kommúnista og jafnaðarmanna á Siglufirði verið í samræmi við það hvernig samskiptin milli fylkinganna tveggja þróuðust um heim allan á þessu tímabili. Þegar erlendir Kommúnistaflokkar tóku upp harða árásarstefnu gagnvart jafnaðarmönnum tóku flokksbræður þeirra á Íslandi hana einnig upp og það sama var uppi á teningnum þegar samfylkingarstefna var tekin upp til að stöðva uppgang fasisma. Það sama gilti um Alþýðuflokkinn sem neitaði öllu samstarfi við kommúnista lengi vel. Samskipti milli fylkinganna tveggja voru því oft spennuþrungin.
Orðræðan tengd 1. maí í bæjarblöðunum á Siglufirði sýnir vel þessa spennu en orðræðan breytist í gegnum árin eftir því hvort samskiptin bötnuðu eða versnuðu. Í henni sést hvernig orðræða kommúnista þróaðist frá harðri gagnrýni á Alþýðuflokkinn í það að boða samfylkingarstefnu af heilum huga. Á sama tíma notuðu jafnaðarmenn harðari og bitrari orðræðu gagnvart kommúnistum eftir því sem leið á fjórða áratuginn.
1. maí er sameiningardagur verkalýðs og tónninn í ritum fylkinganna tveggja þann dag gefur góða hugmynd um hvernig samskipti milli þeirra þróuðust. Voru þau það góð að fylkingarnar héldu sameiginlega hátíð eða notuðu þær daginn til að ráðast á hvor aðra? Hér verður tekið fyrir hvernig orðræða tengd verkalýðsdeginum 1. maí þróaðist á tímabilinu 1929-1939 og sýnt hvernig hún endurspeglar samskiptin á milli kommúnista og jafnaðarmanna á sama tímabili.

Accepted
11/01/2017


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Verkalýðsdagurinn ... .pdf697KBOpen Complete Text PDF View/Open
yfirlýsing.pdf317KBLocked Yfirlýsing PDF