EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ArticleUniversity of Iceland>Verkfræði- og náttúruvísindasvið>Rit starfsmanna>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/26593

Title
is

Þróun aðferðafræði fyrir mat á tæknilega mögulegu vatnsafli með notkun vatnafræðilíkana í hárri upplausn

Published
2013
Abstract
is

Rafmagnsframleiðsla Íslendinga kemur að stórum hluta frá vatnsorku. Nú eru liðin rúm 30 ár frá því að síðast var lagt mat á vatnsafl landsins og á þeim tíma hafa orðið tæknilegar framfarir sem kalla á endurnýjun þessa mats. Markmið þessarar greinar er að lýsa þróun á aðferðafræði sem nota má við útreikninga og kortlagningu tæknilega mögulegs vatnsafls þar sem þróuð hafa verið vatnafræðileg líkön í hárri upplausn, eins og er tilfellið á Íslandi. Dagleg meðalgildi rennslis fengust á reglulegu reiknineti með 1 km upplausn með hjálp vatnafræðilíkansins WasiM. Rennsli í farvegum var reiknað skv. rastagögnum úr ArcGIS gagnagrunni Veðurstofu Íslands um yfirborðshalla og samsöfnun rennslis. Úrkomugögn voru einnig notuð sem ígildi rennslis til þess að greina áhrif þess að nota margþætt vatnafræðilíkan fram yfir óbreytt úrkomugögn. Bæði var gert ráð fyrir miðluðu og ómiðluðu rennsli með því að nota mismunandi hlutfallsmörk á langæislínu sem rennslismat. Mat á mögulegu vatnsafli fór fram fyrir hvern reit sem staðsettur er í rennslisfarvegi innan reikninets með 25 m upplausn. Tæknilega mögulegt vatnsafl er heildarvatnsafl miðað við fullkomna nýtni, án þess að gert sé ráð fyrir neinum takmörkunum, svo sem vegna náttúruverndar eða annarrar landnýtingar. Í þessari grein eru niðurstöður mats á mögulegu vatnsafli á vatnasviði Dynjanda á Vestfjörðum kynntar.

Appeared in

Verktaekni 2013:19, bls. 23-27

Comments
is

Ritrýnd vísindagrein í Verktækni, Tímarit Verkfræðingafélagsins

Accepted
12/01/2017


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
TVFI-2013-Mogulegt... .pdf918KBOpen Complete Text PDF View/Open