is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26606

Titill: 
  • Leið kvenna til frama í bandarískum stjórnmálum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar ritgerðar var að varpa ljósi á pólitíska nýliðun (e. political recruitment) og hvernig konur komast í valdastöðu í bandarískum stjórnmálum. Fjallað var um þær þrjár konur sem hafa náð hvað lengst í bandarískum stjórnmálum. Það eru þær Madeleine Albright, Condoleezza Rice og Hillary Clinton en þær voru skipaðar utanríkisráðherrar af þremur mismunandi forsetum á ólíkum tímum. Þær eru einu konurnar sem hafa setið í embætti utanríkisráðherra sem er jafnframt eitt valdamesta embætti Bandaríkjanna. Með umfjöllun um þær gafst höfundi tækifæri til að fjalla um þær hindranir sem mæta konum í stjórnmálum. Farið var yfir sögu bandarískrar kvennabaráttu sem hefur náð miklum árangri en þó ekki öllum markmiðum sínum. Það hafa orðið mikilvægar breytingar í viðhorfi almennings en konur eru þó enn í minnihluta þeirra sem gegna opinberum embættum og í hópi kjörinna fulltrúa. Farið var yfir þrjár nýlegar rannsóknir sem allar fjalla um tengsl kyns og stjórnmála. Rannsóknirnar sýndu allar að karlar eru mun líklegri til að vera fengnir til að bjóða sig fram í pólitískt embætti heldur en konur. Rannsóknirnar sýndu einnig að helsta markmið flokkanna er að sigra kosningar og þá teljast konur ekki eins vænlegur kostur sem frambjóðendur eins og karlar.

Samþykkt: 
  • 16.1.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26606


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerð Lilja Björk Sigurjónsdóttir 2017.pdf531.2 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
image.jpeg1.23 MBLokaðurYfirlýsingJPG